Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera 10. nóvember 2010 14:32 Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr fari með rangt mál þegar borgarstjórinn kallar sig geimveru. Hann segist kannast við fjölmörg svipuð dæmi og nokkur hér á landi. „Það eru til svona „tif - UFO", sem blikka svona og hendast til og frá. „Þetta hefur greinilega svoleiðis einkenni og slíkt er mjög þekkt fyrirbæri." Magnús segist hafa heyrt fjölmargar sögur af svipuðum fyrirbærum hér á landi. „Einu sinni var par á ferð norður í Aðaldal og þau sáu ljós sem tifaði svona, nákvæmlega eins og ég sé á þessu myndbandi. Ég hef líka heyrt af svipuðum atburði á Suðurnesjunum," segir Magnús. Ítarleg rannsókn leiðir í ljós að Gnarr er ekki Geimvera Magnús hefur nú fyrir hönd félagsins sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. - Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags. f.h. Geimverufélagsins, Magnús H. Skarphéðinsson formaður. Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr fari með rangt mál þegar borgarstjórinn kallar sig geimveru. Hann segist kannast við fjölmörg svipuð dæmi og nokkur hér á landi. „Það eru til svona „tif - UFO", sem blikka svona og hendast til og frá. „Þetta hefur greinilega svoleiðis einkenni og slíkt er mjög þekkt fyrirbæri." Magnús segist hafa heyrt fjölmargar sögur af svipuðum fyrirbærum hér á landi. „Einu sinni var par á ferð norður í Aðaldal og þau sáu ljós sem tifaði svona, nákvæmlega eins og ég sé á þessu myndbandi. Ég hef líka heyrt af svipuðum atburði á Suðurnesjunum," segir Magnús. Ítarleg rannsókn leiðir í ljós að Gnarr er ekki Geimvera Magnús hefur nú fyrir hönd félagsins sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. - Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags. f.h. Geimverufélagsins, Magnús H. Skarphéðinsson formaður.
Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01
Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13