Geimverufræðingur efast ekki - Gnarr er þó ekki geimvera 10. nóvember 2010 14:32 Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr fari með rangt mál þegar borgarstjórinn kallar sig geimveru. Hann segist kannast við fjölmörg svipuð dæmi og nokkur hér á landi. „Það eru til svona „tif - UFO", sem blikka svona og hendast til og frá. „Þetta hefur greinilega svoleiðis einkenni og slíkt er mjög þekkt fyrirbæri." Magnús segist hafa heyrt fjölmargar sögur af svipuðum fyrirbærum hér á landi. „Einu sinni var par á ferð norður í Aðaldal og þau sáu ljós sem tifaði svona, nákvæmlega eins og ég sé á þessu myndbandi. Ég hef líka heyrt af svipuðum atburði á Suðurnesjunum," segir Magnús. Ítarleg rannsókn leiðir í ljós að Gnarr er ekki Geimvera Magnús hefur nú fyrir hönd félagsins sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. - Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags. f.h. Geimverufélagsins, Magnús H. Skarphéðinsson formaður. Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson,formaður Hins Íslenska Geimverufélags, segist ekki efast um að ljósagangurinn í Árbæ í gærkvöldi sem Vísir hefur greint frá sé geimskip á ferð um himininn. Hann er hinsvegar á því að Jón Gnarr fari með rangt mál þegar borgarstjórinn kallar sig geimveru. Hann segist kannast við fjölmörg svipuð dæmi og nokkur hér á landi. „Það eru til svona „tif - UFO", sem blikka svona og hendast til og frá. „Þetta hefur greinilega svoleiðis einkenni og slíkt er mjög þekkt fyrirbæri." Magnús segist hafa heyrt fjölmargar sögur af svipuðum fyrirbærum hér á landi. „Einu sinni var par á ferð norður í Aðaldal og þau sáu ljós sem tifaði svona, nákvæmlega eins og ég sé á þessu myndbandi. Ég hef líka heyrt af svipuðum atburði á Suðurnesjunum," segir Magnús. Ítarleg rannsókn leiðir í ljós að Gnarr er ekki Geimvera Magnús hefur nú fyrir hönd félagsins sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Af gefnu tilefni vill Hið Íslenska Geimverufélag lýsa því yfir að hr. Jón Gnarr er alls ekki geimvera, þrátt fyrir yfirlýsingar sínar þaraðlútandi. Því þó sum ytri hegðunareinkenni borgarstjórans og útlit gætu bent til að svo sé, þá er svo alls ekki eftir nánari rannsókn félagsins á málinu. Hr. Jón Gnarr villir á sér heimildir þegar hann segist vera frá öðrum hnöttum. Maðurinn hefur bæði kennitölu og jarðneska foreldra og þekkta en vafasama fortíð. Hann hefur eftir athugun félagsins eingöngu sama pólitíska sleifaralags-syndrómið og flestir aðrir annars og þriðja flokks stjórnmálamenn sem lítið geta annað en svikið loforð sín. Það er gjörólíkt flestum eða öllum geimverum sem heimsótt hafa jörðina og við þekkjum flestar af góðu einu. - Þessu lýsum við hér með yfir að viðlögðum vísindalegum heiðri Hins Íslenska Geimverufélags. f.h. Geimverufélagsins, Magnús H. Skarphéðinsson formaður.
Tengdar fréttir „Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01 Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Fljúgandi furðuhlutur“ í Árbænum Lesandi Vísis sendi ritstjórninni þetta athyglisverða myndband þar sem sjá má blikkandi ljós á næturhimninum. Myndbandið var tekið klukkan 18:45 í Árbænum í gærkvöld þegar myndatökurmaðurinn var að koma heim úr vinnunni. 10. nóvember 2010 00:01
Formaður stjörnuskoðunarfélagsins: Efast um fljúgandi furðuhlut „Ég held það þurfi betri sannanir fyrir því að þetta sé vera úr öðrum heimi," segir Sævar Helgi Bragason. Vísir birti í dag myndband sem Íslendingur tók af fljúgandi furðuhlut. 10. nóvember 2010 14:13