Útskrifa lögfræðinga án grunnþekkingar 8. nóvember 2010 06:00 Brynjar Níelsson. „Ég hef áhyggjur af því hvort menntun lögfræðinga sé í öllum tilvikum nógu góð," segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. „Útskrifaðir lögfræðingar sem við erum að fá í lögmannapróf til að öðlast lögmannsréttindi, eru að falla í stórum stíl, sem er ekki nógu gott," segir Brynjar sem telur nauðsynlegt að gerð verði úttekt á laganámi hér á landi. Athuga þurfi hvort námið fullnægi eðlilegum kröfum sem gera eigi til slíks náms. „Þá þurfa þeir sem vinna mikil ábyrgðarstörf hjá dómstólum og í stjórnsýslunni ekki að taka lögmannspróf," bætir Brynjar við. Í formannspistli í síðasta Lögmannablaði bendir Brynjar meðal annars á að sé menntun lögfræðinga ófullnægjandi og kunnáttan lítil muni þeir sem sinna lögfræðistörfum ekki njóta trausts og trúverðugleika. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. Fjórir íslenskir háskólar kenna nú grunnnám og meistaranám í lögfræði. Þeir eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. „Þessir skólar hafa haft nokkuð frítt spil," útskýrir Brynjar. „Þeir ráða hvaða fög þeir kenna, hver lágmarkseinkunnin er og svo framvegis. Það sem ég hef áhyggjur af er að við erum að fá hér hópa af lögfræðingum, sem hafa fengið litla eða enga kennslu í grunnfögum lögfræðinnar. Menn segja svo að markaðurinn vinsi bara úr, en hann mun aldrei stjórna þessu fullkomlega." Í Fréttablaðinu í mars kom fram að stór hluti þeirra sem þreyttu próf til lögmannsréttinda á árunum 2005-2009 stóðst ekki prófið. Brynjar segir að í sum störf sé lögfræðimenntun skilyrði. Gera þurfi ráð fyrir því að í lögfræðiprófinu felist að menn geti leyst úr úrlausnarefnum sem varði oft mikla hagsmuni einstaklinga og félaga. Engin fullvissa sé fyrir því að einstaklingar uppfylli þessi skilyrði þegar nám og kröfur fari eftir geðþótta skólastjórnenda. „Því segi ég að það þurfi að gera nokkuð samræmdar kröfur um grunnnám í lögfræði sem allir skólar verða að hlíta. Svigrúm skólanna mætti síðan vera meira í meistaranámi," segir Brynjar Níelsson.- jss Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því hvort menntun lögfræðinga sé í öllum tilvikum nógu góð," segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. „Útskrifaðir lögfræðingar sem við erum að fá í lögmannapróf til að öðlast lögmannsréttindi, eru að falla í stórum stíl, sem er ekki nógu gott," segir Brynjar sem telur nauðsynlegt að gerð verði úttekt á laganámi hér á landi. Athuga þurfi hvort námið fullnægi eðlilegum kröfum sem gera eigi til slíks náms. „Þá þurfa þeir sem vinna mikil ábyrgðarstörf hjá dómstólum og í stjórnsýslunni ekki að taka lögmannspróf," bætir Brynjar við. Í formannspistli í síðasta Lögmannablaði bendir Brynjar meðal annars á að sé menntun lögfræðinga ófullnægjandi og kunnáttan lítil muni þeir sem sinna lögfræðistörfum ekki njóta trausts og trúverðugleika. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. Fjórir íslenskir háskólar kenna nú grunnnám og meistaranám í lögfræði. Þeir eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. „Þessir skólar hafa haft nokkuð frítt spil," útskýrir Brynjar. „Þeir ráða hvaða fög þeir kenna, hver lágmarkseinkunnin er og svo framvegis. Það sem ég hef áhyggjur af er að við erum að fá hér hópa af lögfræðingum, sem hafa fengið litla eða enga kennslu í grunnfögum lögfræðinnar. Menn segja svo að markaðurinn vinsi bara úr, en hann mun aldrei stjórna þessu fullkomlega." Í Fréttablaðinu í mars kom fram að stór hluti þeirra sem þreyttu próf til lögmannsréttinda á árunum 2005-2009 stóðst ekki prófið. Brynjar segir að í sum störf sé lögfræðimenntun skilyrði. Gera þurfi ráð fyrir því að í lögfræðiprófinu felist að menn geti leyst úr úrlausnarefnum sem varði oft mikla hagsmuni einstaklinga og félaga. Engin fullvissa sé fyrir því að einstaklingar uppfylli þessi skilyrði þegar nám og kröfur fari eftir geðþótta skólastjórnenda. „Því segi ég að það þurfi að gera nokkuð samræmdar kröfur um grunnnám í lögfræði sem allir skólar verða að hlíta. Svigrúm skólanna mætti síðan vera meira í meistaranámi," segir Brynjar Níelsson.- jss
Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira