Heimildarmaður njóti nafnleyndar fyrir rétti 29. janúar 2010 06:30 Björgólfur Guðmundsson Lögmaður fréttastjóra og fréttamanns Stöðvar 2 hefur farið fram á það að heimildarmaður fréttastofunnar fái að gefa skýrslu einslega fyrir dómara í meiðyrðamálum nokkurra útrásarvíkinga gegn starfsmönnum fréttastofunnar. Eftir því sem næst verður komist á krafan sér ekkert fordæmi á Íslandi. Magnús Þorsteinsson, Karl Wernersson og feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa allir stefnt starfsmönnum fréttastofunnar fyrir meiðyrði vegna fréttar af meintum fjármagnsflutningi þeirra úr Straumi á erlenda bankareikninga um það leyti sem bankarnir féllu. Þeir krefjast allir einnar milljónar í skaðabætur. Stefna þeir ýmist Óskari Hrafni Þorvaldssyni fréttastjóra, Gunnar Erni Jónssyni fréttamanni, Telmu Tómasson fréttaþul eða þeim í sameiningu. Tekist var á um kröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en í grunninn snýst hún um að heimildarmaðurinn fái að mæta og gefa skýrslu einn fyrir dómara og votti, án þess þó að lögmenn viðskiptajöfranna fái að vita hver hann er eða að persónugreinanlegar upplýsingar birtist í dómskjalinu. Daníel Isebarn Ágústsson flutti málin fyrir starfsmenn fréttastofunnar, og benti á að stefndu hefðu óumdeildan rétt samkvæmt lögum til að halda uppi vörnum í málinu eftir öllum tiltækum leiðum, en bæri að sama skapi að halda hlífiskildi yfir heimildarmönnum sínum. Meira að segja væri kveðið á um það í lögum að vitni í dómsmáli væri óheimilt að gefa upp nöfn heimildarmanna sinna. Sagði Daníel að dómurinn þyrfti að finna leið til að samræma þetta tvennt, og besta leiðin til þess væri sú sem stungið væri upp á í kröfunni. Heimildarmaðurinn í þessu tilviki væri í viðkvæmri stöðu, og kynni að hafa brotið þagnarskyldureglur, til dæmis bankaleynd, með því að veita fréttastofunni upplýsingar. Engu máli skipti þótt ekki væri bein stoð fyrir því í lögum að fara svona að því ekkert bannaði það beinlínis heldur. Lögmenn útrásarvíkinganna mótmæltu kröfunni. Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Björgólfsfeðga, sagði lagaákvæðin sem Daníel vísaði til ekki eiga við í þessu tilviki. Lögmenn stefndu ættu rétt á að vera viðstaddir skýrslutökur af vitnum og engin rök væru fyrir því að fallast á „einhvern einkafund með dómara“. Sagði hún sönnunarbyrðina hvíla á stefndu, og að þegar hefðu komið fram gögn í málinu frá Straumi Burðarás og þrotabúi Samsonar, sem sýndu að fréttaflutningurinn hefði verið rangur. stigur@frettabladid.is Björgólfur Thor Björgólfsson Magnús Þorsteinsson Karl Wernersson Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Lögmaður fréttastjóra og fréttamanns Stöðvar 2 hefur farið fram á það að heimildarmaður fréttastofunnar fái að gefa skýrslu einslega fyrir dómara í meiðyrðamálum nokkurra útrásarvíkinga gegn starfsmönnum fréttastofunnar. Eftir því sem næst verður komist á krafan sér ekkert fordæmi á Íslandi. Magnús Þorsteinsson, Karl Wernersson og feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa allir stefnt starfsmönnum fréttastofunnar fyrir meiðyrði vegna fréttar af meintum fjármagnsflutningi þeirra úr Straumi á erlenda bankareikninga um það leyti sem bankarnir féllu. Þeir krefjast allir einnar milljónar í skaðabætur. Stefna þeir ýmist Óskari Hrafni Þorvaldssyni fréttastjóra, Gunnar Erni Jónssyni fréttamanni, Telmu Tómasson fréttaþul eða þeim í sameiningu. Tekist var á um kröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en í grunninn snýst hún um að heimildarmaðurinn fái að mæta og gefa skýrslu einn fyrir dómara og votti, án þess þó að lögmenn viðskiptajöfranna fái að vita hver hann er eða að persónugreinanlegar upplýsingar birtist í dómskjalinu. Daníel Isebarn Ágústsson flutti málin fyrir starfsmenn fréttastofunnar, og benti á að stefndu hefðu óumdeildan rétt samkvæmt lögum til að halda uppi vörnum í málinu eftir öllum tiltækum leiðum, en bæri að sama skapi að halda hlífiskildi yfir heimildarmönnum sínum. Meira að segja væri kveðið á um það í lögum að vitni í dómsmáli væri óheimilt að gefa upp nöfn heimildarmanna sinna. Sagði Daníel að dómurinn þyrfti að finna leið til að samræma þetta tvennt, og besta leiðin til þess væri sú sem stungið væri upp á í kröfunni. Heimildarmaðurinn í þessu tilviki væri í viðkvæmri stöðu, og kynni að hafa brotið þagnarskyldureglur, til dæmis bankaleynd, með því að veita fréttastofunni upplýsingar. Engu máli skipti þótt ekki væri bein stoð fyrir því í lögum að fara svona að því ekkert bannaði það beinlínis heldur. Lögmenn útrásarvíkinganna mótmæltu kröfunni. Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Björgólfsfeðga, sagði lagaákvæðin sem Daníel vísaði til ekki eiga við í þessu tilviki. Lögmenn stefndu ættu rétt á að vera viðstaddir skýrslutökur af vitnum og engin rök væru fyrir því að fallast á „einhvern einkafund með dómara“. Sagði hún sönnunarbyrðina hvíla á stefndu, og að þegar hefðu komið fram gögn í málinu frá Straumi Burðarás og þrotabúi Samsonar, sem sýndu að fréttaflutningurinn hefði verið rangur. stigur@frettabladid.is Björgólfur Thor Björgólfsson Magnús Þorsteinsson Karl Wernersson
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira