Lífið

Trúlofaður

Marilyn Manson bað um hönd kærustu sinnar.
Marilyn Manson bað um hönd kærustu sinnar.

Söngvarinn kynlegi, Marilyn Manson, tilkynnti í viðtali fyrir ekki svo löngu að hann og fyrrverandi kærasta hans, leikkonan Evan Rachel Wood, hefðu tekið saman aftur og að hann væri afskaplega hamingjusamur.

Nú segja menn að Manson og Woods ætli að ganga í hið heilaga. Söngvarinn á að hafa beðið um hönd Woods þegar hann kom fram á tónleikum í París á mánudaginn var. Nokkur aldursmunur er á parinu, eða heil 22 ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.