Innlent

Hafís kemur í veg fyrir loðnuleit

Hafís kemur í veg fyrir að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson geti leitað að loðnu á stóru svæði út af Vestfjörðum. Miklar vonir eru bundnar við árangur af leitinni, því ekki hefur enn verið gefinn út neinn byrjunarkvóti fyrir vertíðina. Veðurstofan og Landhelgisgæslan sendu í gærkvköldi út tilkynningu þar sem segir að gera megi ráð fyrir að ísinn fari að verða varasamur á siglingaleiðinni frá Barða og norður á Straumnes, og að hún geti jafnvel lokast á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×