Teddi og Elvis 75 ára í dag 8. janúar 2010 04:45 Listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon, á sama afmælisdag og rokkkóngurinn Elvis Presley. fréttablaðið/vilhelm „Hann drakk mikið og át mikið af lyfjum en ég hætti fyrir 25 árum. Þess vegna lifi ég og hann er dauður,“ segir listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon. Hann á 75 ára afmæli í dag, rétt eins og rokkkóngurinn Elvis Presley, hefði hann lifað. Milljónir Elvis-aðdáenda ætla að fagna afmælinu víða um heim, þar á meðal í heimaborg hans Memphis. Hér heima heldur Teddi sína eigin afmælisveislu á vinnustofu sinni í Arnarholti á Kjalarnesi á morgun þar sem íburðurinn verður líklega heldur minni. Kökur, rauðvín og kaffi verður í boði fyrir fólk sem vill kíkja í heimsókn og þrátt fyrir tengslin við hinn fallna rokkkóng býst Teddi ekki við því að slagarar með Elvis verði á fóninum. „Nei, ég er ekkert ógurlega mikið fyrir hann. Ég var það þegar ég var töffari en ég er orðinn gamall maður núna,“ segir hann og hlær. „En hann var svona viðmið þegar ég var að ná áttum.“ Teddi hefur verið duglegur við að selja timburskúlptúra sína í gegnum árin en annað hvert ár heldur hann sýningu í Perlunni við góðar undirtektir. Hann segist eiga nóg af timbri á vinnustofu sinni. „Ég á timbur út þessa jarðvist og hálfa þá næstu. Margir sem renna og búa til hitt og þetta koma til mín og fá alltaf gefins helling af þessu. Ég á alltof mikið af timbri.“ Hann segir að verk sín hafi lækkað í verði vegna efnahagsástandsins. „Núna eru breyttir tímar og það er mikil harka í þessu. Margir listamenn líta svo stórt á sig að þeir festast í þessu. Jafnvel í dag þá breyta þeir ekki neitt og selja ekki neitt heldur,“ segir afmælisbarnið. - fb Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Hann drakk mikið og át mikið af lyfjum en ég hætti fyrir 25 árum. Þess vegna lifi ég og hann er dauður,“ segir listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon. Hann á 75 ára afmæli í dag, rétt eins og rokkkóngurinn Elvis Presley, hefði hann lifað. Milljónir Elvis-aðdáenda ætla að fagna afmælinu víða um heim, þar á meðal í heimaborg hans Memphis. Hér heima heldur Teddi sína eigin afmælisveislu á vinnustofu sinni í Arnarholti á Kjalarnesi á morgun þar sem íburðurinn verður líklega heldur minni. Kökur, rauðvín og kaffi verður í boði fyrir fólk sem vill kíkja í heimsókn og þrátt fyrir tengslin við hinn fallna rokkkóng býst Teddi ekki við því að slagarar með Elvis verði á fóninum. „Nei, ég er ekkert ógurlega mikið fyrir hann. Ég var það þegar ég var töffari en ég er orðinn gamall maður núna,“ segir hann og hlær. „En hann var svona viðmið þegar ég var að ná áttum.“ Teddi hefur verið duglegur við að selja timburskúlptúra sína í gegnum árin en annað hvert ár heldur hann sýningu í Perlunni við góðar undirtektir. Hann segist eiga nóg af timbri á vinnustofu sinni. „Ég á timbur út þessa jarðvist og hálfa þá næstu. Margir sem renna og búa til hitt og þetta koma til mín og fá alltaf gefins helling af þessu. Ég á alltof mikið af timbri.“ Hann segir að verk sín hafi lækkað í verði vegna efnahagsástandsins. „Núna eru breyttir tímar og það er mikil harka í þessu. Margir listamenn líta svo stórt á sig að þeir festast í þessu. Jafnvel í dag þá breyta þeir ekki neitt og selja ekki neitt heldur,“ segir afmælisbarnið. - fb
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira