Teddi og Elvis 75 ára í dag 8. janúar 2010 04:45 Listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon, á sama afmælisdag og rokkkóngurinn Elvis Presley. fréttablaðið/vilhelm „Hann drakk mikið og át mikið af lyfjum en ég hætti fyrir 25 árum. Þess vegna lifi ég og hann er dauður,“ segir listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon. Hann á 75 ára afmæli í dag, rétt eins og rokkkóngurinn Elvis Presley, hefði hann lifað. Milljónir Elvis-aðdáenda ætla að fagna afmælinu víða um heim, þar á meðal í heimaborg hans Memphis. Hér heima heldur Teddi sína eigin afmælisveislu á vinnustofu sinni í Arnarholti á Kjalarnesi á morgun þar sem íburðurinn verður líklega heldur minni. Kökur, rauðvín og kaffi verður í boði fyrir fólk sem vill kíkja í heimsókn og þrátt fyrir tengslin við hinn fallna rokkkóng býst Teddi ekki við því að slagarar með Elvis verði á fóninum. „Nei, ég er ekkert ógurlega mikið fyrir hann. Ég var það þegar ég var töffari en ég er orðinn gamall maður núna,“ segir hann og hlær. „En hann var svona viðmið þegar ég var að ná áttum.“ Teddi hefur verið duglegur við að selja timburskúlptúra sína í gegnum árin en annað hvert ár heldur hann sýningu í Perlunni við góðar undirtektir. Hann segist eiga nóg af timbri á vinnustofu sinni. „Ég á timbur út þessa jarðvist og hálfa þá næstu. Margir sem renna og búa til hitt og þetta koma til mín og fá alltaf gefins helling af þessu. Ég á alltof mikið af timbri.“ Hann segir að verk sín hafi lækkað í verði vegna efnahagsástandsins. „Núna eru breyttir tímar og það er mikil harka í þessu. Margir listamenn líta svo stórt á sig að þeir festast í þessu. Jafnvel í dag þá breyta þeir ekki neitt og selja ekki neitt heldur,“ segir afmælisbarnið. - fb Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Hann drakk mikið og át mikið af lyfjum en ég hætti fyrir 25 árum. Þess vegna lifi ég og hann er dauður,“ segir listamaðurinn Teddi, eða Magnús Th. Magnússon. Hann á 75 ára afmæli í dag, rétt eins og rokkkóngurinn Elvis Presley, hefði hann lifað. Milljónir Elvis-aðdáenda ætla að fagna afmælinu víða um heim, þar á meðal í heimaborg hans Memphis. Hér heima heldur Teddi sína eigin afmælisveislu á vinnustofu sinni í Arnarholti á Kjalarnesi á morgun þar sem íburðurinn verður líklega heldur minni. Kökur, rauðvín og kaffi verður í boði fyrir fólk sem vill kíkja í heimsókn og þrátt fyrir tengslin við hinn fallna rokkkóng býst Teddi ekki við því að slagarar með Elvis verði á fóninum. „Nei, ég er ekkert ógurlega mikið fyrir hann. Ég var það þegar ég var töffari en ég er orðinn gamall maður núna,“ segir hann og hlær. „En hann var svona viðmið þegar ég var að ná áttum.“ Teddi hefur verið duglegur við að selja timburskúlptúra sína í gegnum árin en annað hvert ár heldur hann sýningu í Perlunni við góðar undirtektir. Hann segist eiga nóg af timbri á vinnustofu sinni. „Ég á timbur út þessa jarðvist og hálfa þá næstu. Margir sem renna og búa til hitt og þetta koma til mín og fá alltaf gefins helling af þessu. Ég á alltof mikið af timbri.“ Hann segir að verk sín hafi lækkað í verði vegna efnahagsástandsins. „Núna eru breyttir tímar og það er mikil harka í þessu. Margir listamenn líta svo stórt á sig að þeir festast í þessu. Jafnvel í dag þá breyta þeir ekki neitt og selja ekki neitt heldur,“ segir afmælisbarnið. - fb
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira