Innlent

Samstarfsmaður smyglara inn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í vikunni meintan samstarfsmann rúmensks manns, sem tekinn var með hálft kíló af kókaíni við komuna hingað til lands 4. desember.

Sá rúmenski, maður á þrítugsaldri, var með efnin innvortis en skilaði þeim fljótlega af sér. Hann var að koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn. Hann situr í gæsluvarðhaldi til 11. janúar.

Samstarfsaðilinn meinti er íslenskur karlmaður á þrítugsaldri. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fyrradag til dagsins í dag, grunaður um aðild að smyglinu.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×