Íslenskar konur flykkjast í súludans eftir hátíðarnar 8. janúar 2010 07:00 Inga Dungal og Halldóra Kröyer hafa opnað stúdíó undir líkamsrækt á súlu. Fimmtán súlur eru í stúdíóinu og mun þær meðal annars bjóða upp á súluform og súlufitness. „Stelpum finnst þetta mjög spennandi. Þetta er líka svo hryllilega gaman," segir súludanskennarinn Inga Dungal. Súlufitness hefur verið í boði á Íslandi síðustu ár og nú hafa Inga og Halldóra Kröyer opnað stúdíó í líkamsræktarstöðinni Jakabóli. Þær sérhæfa sig í súluformi, -dansi, -jóga og hinum djarfa burlesque-dansi. Fimmtán súlur hafa verið sérsmíðaðar og settar upp í stúdíóinu og ásóknin í námskeiðin er mikil að sögn Ingu, en hún byrjaði að auglýsa í byrjun vikunnar og síminn hefur ekki stoppað síðan. „Allar stelpur sem byrja halda áfram. Flestar koma líka sjálfum sér alveg rosalega á óvart í fyrsta tímanum. Þær fara upp og á hvolf strax og þeim finnst alveg stórmerkilegt hvað þær geta," segir Inga. Inga segir stóran mun á súludansi og súluformi, en sá síðarnefndi er meira líkamlega krefjandi. „Í súluformi eru þær að gera krefjandi æfingar," segir hún. „En í súludansi er meira um snúninga og dans. Þetta eru tvö rosalega mismunandi námskeið. Súluformið býr til vöðva alveg rosalega hratt en í súludansi eru stelpurnar meira sexí og að dilla sér. En þetta er ekki stripp, þær klæða sig ekki úr neinum fatnaði. Það er semsagt ekki verið að þjálfa stelpur í að vera nektardansmeyjar? „Nei. Á strippstöðunum eru þær að gera allt annað. Þessi list sem er á súluforminu er ekki inni á strippstöðunum. Þetta er meiri íþrótt. Tekur miklu meira á." Nánari upplýsingar er að finna á Facebook undir „súluform". Josy Zareen býður upp á súlufitness í Happy Eyes Studio og segir líkamsræktina vera mjög vinsæla. „Það er algengt að fólk byrji um áramót," segir hún. „Málið með súluna er að hún styrkir hendurnar og lagar „bingóið" hratt." Josy vísar þar í spik sem safnast saman undir upphandleggnum. „Ég byrjaði að auglýsa í vikunni og flest námskeiðin eru þegar full," segir Josy og bætir við að konur af öllum stærðum og gerðum sæki námskeiðin. „Konurnar líta á súluna og segjast ekki geta haldið sér á súlunni. En svo uppgötva þær að þær geta það. Allar konur geta það." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Stelpum finnst þetta mjög spennandi. Þetta er líka svo hryllilega gaman," segir súludanskennarinn Inga Dungal. Súlufitness hefur verið í boði á Íslandi síðustu ár og nú hafa Inga og Halldóra Kröyer opnað stúdíó í líkamsræktarstöðinni Jakabóli. Þær sérhæfa sig í súluformi, -dansi, -jóga og hinum djarfa burlesque-dansi. Fimmtán súlur hafa verið sérsmíðaðar og settar upp í stúdíóinu og ásóknin í námskeiðin er mikil að sögn Ingu, en hún byrjaði að auglýsa í byrjun vikunnar og síminn hefur ekki stoppað síðan. „Allar stelpur sem byrja halda áfram. Flestar koma líka sjálfum sér alveg rosalega á óvart í fyrsta tímanum. Þær fara upp og á hvolf strax og þeim finnst alveg stórmerkilegt hvað þær geta," segir Inga. Inga segir stóran mun á súludansi og súluformi, en sá síðarnefndi er meira líkamlega krefjandi. „Í súluformi eru þær að gera krefjandi æfingar," segir hún. „En í súludansi er meira um snúninga og dans. Þetta eru tvö rosalega mismunandi námskeið. Súluformið býr til vöðva alveg rosalega hratt en í súludansi eru stelpurnar meira sexí og að dilla sér. En þetta er ekki stripp, þær klæða sig ekki úr neinum fatnaði. Það er semsagt ekki verið að þjálfa stelpur í að vera nektardansmeyjar? „Nei. Á strippstöðunum eru þær að gera allt annað. Þessi list sem er á súluforminu er ekki inni á strippstöðunum. Þetta er meiri íþrótt. Tekur miklu meira á." Nánari upplýsingar er að finna á Facebook undir „súluform". Josy Zareen býður upp á súlufitness í Happy Eyes Studio og segir líkamsræktina vera mjög vinsæla. „Það er algengt að fólk byrji um áramót," segir hún. „Málið með súluna er að hún styrkir hendurnar og lagar „bingóið" hratt." Josy vísar þar í spik sem safnast saman undir upphandleggnum. „Ég byrjaði að auglýsa í vikunni og flest námskeiðin eru þegar full," segir Josy og bætir við að konur af öllum stærðum og gerðum sæki námskeiðin. „Konurnar líta á súluna og segjast ekki geta haldið sér á súlunni. En svo uppgötva þær að þær geta það. Allar konur geta það." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira