Varað við svifryksmengun í höfuðborginni 31. desember 2010 11:53 Styrkur svifryks er iðulega hár í Reykjavík fyrstu klukkustund nýs árs og oft nýársnóttina alla ef veður er stillt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að 1. janúar á þessu ári sem er að líða hafi verið fyrsti „svifryksdagur ársins". Nú er talið líklegt að styrkur svifryks muni lækka hratt á nýársnótt 2011 vegna austlægra vinda og spáðri úrkomu síðar um nóttina. „Það er því óljóst hvort styrkur svifryks fer yfir sólarhringsmörk þennan dag," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á vefmæli Reykjavíkurborgar sem er tengdur mælistöð á Grensásvegi. Farstöð borgarinnar verður að þessu sinni staðsett í Blesugróf. „Svifryk fór á árinu 29 sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörk í Reykjavík árið 2010 en mátti samkvæmt reglugerð fara sjö sinnum yfir mörkin. Í níu skipti er ástæðan rakin til öskufjúks frá Eyjafjallasvæðinu og fór styrkurinn hæst í um það bil 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50. Þetta er hæsta svifryksgildið á 21. öldinni í Reykjavík," segir einnig.Flugeldar geta valdið háum styrk svifryks „Búist er við töluverðri sölu á flugeldum en heildarinnflutningur fyrir landið um þessi áramót var 510.024 kg sem er meira en í 2009 en þá voru uppgefnar tölur um 425 tonn. Töluvert magn af flugeldum er þegar til í landinu frá liðnu ári. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri þurfa að gæta sín þegar mest er skotið og styrkurinn hár." Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með brennum og veitir starfsleyfi fyrir þeim. „Við skoðum allar brennur og göngum úr skugga um að þar sé ekkert efni sem ekki má brenna," segir Ólöf Vilbergsdóttir heilbrigðisfulltrúi og að hleðslan sé einnig metin og fjarlægð frá íbúðarhúsum. „Ábyrgðarmanni brennu er skylt að sjá svo um að á brennur fari ekki óæskilegur eldsmatur. Feikilegt magn af rusli hlýst af flugeldum. Umbúðirnar eru aðallega pappi sem fólk þarf að skila sjálft í endurvinnslustöðvar ásamt öðrum skotleifum. Flugelda má alls ekki setja í tunnur við heimili fólks." Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Styrkur svifryks er iðulega hár í Reykjavík fyrstu klukkustund nýs árs og oft nýársnóttina alla ef veður er stillt. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að 1. janúar á þessu ári sem er að líða hafi verið fyrsti „svifryksdagur ársins". Nú er talið líklegt að styrkur svifryks muni lækka hratt á nýársnótt 2011 vegna austlægra vinda og spáðri úrkomu síðar um nóttina. „Það er því óljóst hvort styrkur svifryks fer yfir sólarhringsmörk þennan dag," segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á vefmæli Reykjavíkurborgar sem er tengdur mælistöð á Grensásvegi. Farstöð borgarinnar verður að þessu sinni staðsett í Blesugróf. „Svifryk fór á árinu 29 sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörk í Reykjavík árið 2010 en mátti samkvæmt reglugerð fara sjö sinnum yfir mörkin. Í níu skipti er ástæðan rakin til öskufjúks frá Eyjafjallasvæðinu og fór styrkurinn hæst í um það bil 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50. Þetta er hæsta svifryksgildið á 21. öldinni í Reykjavík," segir einnig.Flugeldar geta valdið háum styrk svifryks „Búist er við töluverðri sölu á flugeldum en heildarinnflutningur fyrir landið um þessi áramót var 510.024 kg sem er meira en í 2009 en þá voru uppgefnar tölur um 425 tonn. Töluvert magn af flugeldum er þegar til í landinu frá liðnu ári. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri þurfa að gæta sín þegar mest er skotið og styrkurinn hár." Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með brennum og veitir starfsleyfi fyrir þeim. „Við skoðum allar brennur og göngum úr skugga um að þar sé ekkert efni sem ekki má brenna," segir Ólöf Vilbergsdóttir heilbrigðisfulltrúi og að hleðslan sé einnig metin og fjarlægð frá íbúðarhúsum. „Ábyrgðarmanni brennu er skylt að sjá svo um að á brennur fari ekki óæskilegur eldsmatur. Feikilegt magn af rusli hlýst af flugeldum. Umbúðirnar eru aðallega pappi sem fólk þarf að skila sjálft í endurvinnslustöðvar ásamt öðrum skotleifum. Flugelda má alls ekki setja í tunnur við heimili fólks."
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira