Einmanaleiki og kvíði á jólunum Hafsteinn Hauksson skrifar 22. desember 2010 19:55 Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi. Þó jólin séu sem betur fer gleðihátíð í hugum flestra, getur mikil vanlíðan fylgt þeim fyrir fólk sem misst hefur lífsförunaut sinn. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, vinnur nú doktorsrannsókn á heilsu og líðan ekkla. Hann segir fólk oft finna þunga þess að missa einhvern nákominn sér á jólahátíðinni, sem fyrst og fremst sé samverustund fjölskyldu og vina. „Við slíkar aðstæður eru einstaklingar mikið að reyna að halda í eitthvað sem var, en það er kannski ekki jafnauðvelt og maður skyldi ætla," segir Bragi. Einstæðingar geti þannig bæði upplifað einmanaleika og kvíða vegna jólahátíðarinnar, þar sem fólk viti ekki hvað sé á leiðinni. „Margir tala um að það sem áður veitti þeim mikla gleði og ánægju, hefðir og annað slíkt, geti stundum virst íþyngjandi, því fólk veit ekki hvert innihaldið er þegar það er búið að missa sinn nánasta förunaut. Margir af ekklunum sem ég hef talað við segja að samskipti við börnin þeirra verði oft nánari. Að hinu leytinu, þá upplifir fólk vissa einsemd, þrátt fyrir að fjölskyldan standi með þeim, sem þarf ekki að vera auðvelt að yfirstíga." Bragi stendur ásamt fleirum fyrir námskeiði fyrir ekkla og ekkjur milli jóla og nýárs til að aðstoða fólk við að láta sér líða betur. „Við reynum að styðja við hagnýt úrræði sem menn geta nýtt sér. Það byggir fyrir það fyrsta á því að nýta sér þau úrræði sem felast í fólkinu í kringum okkur. Að hinu leytinu má fólk ekki neita sér um þá sjálfsskoðun og endurmat sem fylgir því að fara í gegnum svona djúpstæða reynslu," segir Bragi. Hann segir aðstandendur margt geta gert til að hjálpa fólki í sorg. Mestu skipti að sýna meira frumkvæði en áður og bjóða fram aðstoð, og hjálpa fólki að halda virkni. „Það er nefnilega misskilningur margra að þeir séu að ónáða með því að koma í sorgarhús. Það er einmitt þvert á móti mikilvægt að koma á staðinn, því þá fyrst kemur í ljós hvort fólk hefur eitthvað fram að færa sem skiptir máli." Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi. Þó jólin séu sem betur fer gleðihátíð í hugum flestra, getur mikil vanlíðan fylgt þeim fyrir fólk sem misst hefur lífsförunaut sinn. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, vinnur nú doktorsrannsókn á heilsu og líðan ekkla. Hann segir fólk oft finna þunga þess að missa einhvern nákominn sér á jólahátíðinni, sem fyrst og fremst sé samverustund fjölskyldu og vina. „Við slíkar aðstæður eru einstaklingar mikið að reyna að halda í eitthvað sem var, en það er kannski ekki jafnauðvelt og maður skyldi ætla," segir Bragi. Einstæðingar geti þannig bæði upplifað einmanaleika og kvíða vegna jólahátíðarinnar, þar sem fólk viti ekki hvað sé á leiðinni. „Margir tala um að það sem áður veitti þeim mikla gleði og ánægju, hefðir og annað slíkt, geti stundum virst íþyngjandi, því fólk veit ekki hvert innihaldið er þegar það er búið að missa sinn nánasta förunaut. Margir af ekklunum sem ég hef talað við segja að samskipti við börnin þeirra verði oft nánari. Að hinu leytinu, þá upplifir fólk vissa einsemd, þrátt fyrir að fjölskyldan standi með þeim, sem þarf ekki að vera auðvelt að yfirstíga." Bragi stendur ásamt fleirum fyrir námskeiði fyrir ekkla og ekkjur milli jóla og nýárs til að aðstoða fólk við að láta sér líða betur. „Við reynum að styðja við hagnýt úrræði sem menn geta nýtt sér. Það byggir fyrir það fyrsta á því að nýta sér þau úrræði sem felast í fólkinu í kringum okkur. Að hinu leytinu má fólk ekki neita sér um þá sjálfsskoðun og endurmat sem fylgir því að fara í gegnum svona djúpstæða reynslu," segir Bragi. Hann segir aðstandendur margt geta gert til að hjálpa fólki í sorg. Mestu skipti að sýna meira frumkvæði en áður og bjóða fram aðstoð, og hjálpa fólki að halda virkni. „Það er nefnilega misskilningur margra að þeir séu að ónáða með því að koma í sorgarhús. Það er einmitt þvert á móti mikilvægt að koma á staðinn, því þá fyrst kemur í ljós hvort fólk hefur eitthvað fram að færa sem skiptir máli."
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira