Einmanaleiki og kvíði á jólunum Hafsteinn Hauksson skrifar 22. desember 2010 19:55 Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi. Þó jólin séu sem betur fer gleðihátíð í hugum flestra, getur mikil vanlíðan fylgt þeim fyrir fólk sem misst hefur lífsförunaut sinn. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, vinnur nú doktorsrannsókn á heilsu og líðan ekkla. Hann segir fólk oft finna þunga þess að missa einhvern nákominn sér á jólahátíðinni, sem fyrst og fremst sé samverustund fjölskyldu og vina. „Við slíkar aðstæður eru einstaklingar mikið að reyna að halda í eitthvað sem var, en það er kannski ekki jafnauðvelt og maður skyldi ætla," segir Bragi. Einstæðingar geti þannig bæði upplifað einmanaleika og kvíða vegna jólahátíðarinnar, þar sem fólk viti ekki hvað sé á leiðinni. „Margir tala um að það sem áður veitti þeim mikla gleði og ánægju, hefðir og annað slíkt, geti stundum virst íþyngjandi, því fólk veit ekki hvert innihaldið er þegar það er búið að missa sinn nánasta förunaut. Margir af ekklunum sem ég hef talað við segja að samskipti við börnin þeirra verði oft nánari. Að hinu leytinu, þá upplifir fólk vissa einsemd, þrátt fyrir að fjölskyldan standi með þeim, sem þarf ekki að vera auðvelt að yfirstíga." Bragi stendur ásamt fleirum fyrir námskeiði fyrir ekkla og ekkjur milli jóla og nýárs til að aðstoða fólk við að láta sér líða betur. „Við reynum að styðja við hagnýt úrræði sem menn geta nýtt sér. Það byggir fyrir það fyrsta á því að nýta sér þau úrræði sem felast í fólkinu í kringum okkur. Að hinu leytinu má fólk ekki neita sér um þá sjálfsskoðun og endurmat sem fylgir því að fara í gegnum svona djúpstæða reynslu," segir Bragi. Hann segir aðstandendur margt geta gert til að hjálpa fólki í sorg. Mestu skipti að sýna meira frumkvæði en áður og bjóða fram aðstoð, og hjálpa fólki að halda virkni. „Það er nefnilega misskilningur margra að þeir séu að ónáða með því að koma í sorgarhús. Það er einmitt þvert á móti mikilvægt að koma á staðinn, því þá fyrst kemur í ljós hvort fólk hefur eitthvað fram að færa sem skiptir máli." Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi. Þó jólin séu sem betur fer gleðihátíð í hugum flestra, getur mikil vanlíðan fylgt þeim fyrir fólk sem misst hefur lífsförunaut sinn. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, vinnur nú doktorsrannsókn á heilsu og líðan ekkla. Hann segir fólk oft finna þunga þess að missa einhvern nákominn sér á jólahátíðinni, sem fyrst og fremst sé samverustund fjölskyldu og vina. „Við slíkar aðstæður eru einstaklingar mikið að reyna að halda í eitthvað sem var, en það er kannski ekki jafnauðvelt og maður skyldi ætla," segir Bragi. Einstæðingar geti þannig bæði upplifað einmanaleika og kvíða vegna jólahátíðarinnar, þar sem fólk viti ekki hvað sé á leiðinni. „Margir tala um að það sem áður veitti þeim mikla gleði og ánægju, hefðir og annað slíkt, geti stundum virst íþyngjandi, því fólk veit ekki hvert innihaldið er þegar það er búið að missa sinn nánasta förunaut. Margir af ekklunum sem ég hef talað við segja að samskipti við börnin þeirra verði oft nánari. Að hinu leytinu, þá upplifir fólk vissa einsemd, þrátt fyrir að fjölskyldan standi með þeim, sem þarf ekki að vera auðvelt að yfirstíga." Bragi stendur ásamt fleirum fyrir námskeiði fyrir ekkla og ekkjur milli jóla og nýárs til að aðstoða fólk við að láta sér líða betur. „Við reynum að styðja við hagnýt úrræði sem menn geta nýtt sér. Það byggir fyrir það fyrsta á því að nýta sér þau úrræði sem felast í fólkinu í kringum okkur. Að hinu leytinu má fólk ekki neita sér um þá sjálfsskoðun og endurmat sem fylgir því að fara í gegnum svona djúpstæða reynslu," segir Bragi. Hann segir aðstandendur margt geta gert til að hjálpa fólki í sorg. Mestu skipti að sýna meira frumkvæði en áður og bjóða fram aðstoð, og hjálpa fólki að halda virkni. „Það er nefnilega misskilningur margra að þeir séu að ónáða með því að koma í sorgarhús. Það er einmitt þvert á móti mikilvægt að koma á staðinn, því þá fyrst kemur í ljós hvort fólk hefur eitthvað fram að færa sem skiptir máli."
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent