Gerir ekki athugasemdir við yfirlýsingar Ólafs Ragnars 4. desember 2010 20:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að forseta Íslands sé frjálst að opinbera sínar skoðanir í erlendum fjölmiðlum jafnvel þótt þær séu að mörgu leyti á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda. Ófá viðtöl við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa birst í erlendum fjölmiðlum að undanförnu. Forsetinn sagði meðal annars í viðtali við Reuters fréttastofuna í nóvember að evran væri ekki lengur aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og vísaði í því samhengi til Írlands og Grikklands. Í viðtali við Bloomberg fréttastofuna nýlega útilokaði forseti ekki aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, gagnrýndi þessi ummæli í blaðagrein í vikunni og sagði að forsetinn hefði með þessu afnumið þingræði í Icesave-málinu. Í nýjasta viðtalinu við fjármálaritið The Banker segir Ólafur að Íslendingar þurfi ekki á erlendu fjármagni að halda til stíga upp úr kreppunhni. Hann gagnrýnir ennfremur bresk og hollensk stjórnvöld og talar lofsamlega um utanríkisstefnu Kínverja. Aðspurður segist Össur Skarphéðinssin, utanríkisráðherra, ekki telja að forsetinn sé með sína eigin utanríkisstefnu. „Forsetinn hefur vitaskuld frelsi til að tjá sig og þetta viðtal sem þú vísar í morgun er í samræmi við margt sem að íslenskur almenningur er að segja og upplifa. Þannig að ég held að hann sé ekki að tala úr neinum takti við Íslendinga." Össur segist ekki þó ekki vera allta sammála forseta en gerir þó ekki athugasemdir við yfirlýsingar hans í erlendum fjölmiðlum. „Það þvælist ekki fyrir utanríkisráðherra þó að forseti Íslands hafi skoðanir á málunum. Ef það er einhver Íslendingur sem hefur getið sér orð fyrir það að hafa sterkar skoðanir í gegnum tíðina þá er það nú einmitt forsetinn," segir Össur. Tengdar fréttir Segir forsetann tala fyrir einangrun Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns.“ 4. desember 2010 18:08 Ólafur Ragnar: Þurfum ekki erlent fjármagn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið ofhitnaði og hrundi. 4. desember 2010 09:53 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að forseta Íslands sé frjálst að opinbera sínar skoðanir í erlendum fjölmiðlum jafnvel þótt þær séu að mörgu leyti á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda. Ófá viðtöl við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa birst í erlendum fjölmiðlum að undanförnu. Forsetinn sagði meðal annars í viðtali við Reuters fréttastofuna í nóvember að evran væri ekki lengur aðlaðandi kostur fyrir Íslendinga og vísaði í því samhengi til Írlands og Grikklands. Í viðtali við Bloomberg fréttastofuna nýlega útilokaði forseti ekki aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, gagnrýndi þessi ummæli í blaðagrein í vikunni og sagði að forsetinn hefði með þessu afnumið þingræði í Icesave-málinu. Í nýjasta viðtalinu við fjármálaritið The Banker segir Ólafur að Íslendingar þurfi ekki á erlendu fjármagni að halda til stíga upp úr kreppunhni. Hann gagnrýnir ennfremur bresk og hollensk stjórnvöld og talar lofsamlega um utanríkisstefnu Kínverja. Aðspurður segist Össur Skarphéðinssin, utanríkisráðherra, ekki telja að forsetinn sé með sína eigin utanríkisstefnu. „Forsetinn hefur vitaskuld frelsi til að tjá sig og þetta viðtal sem þú vísar í morgun er í samræmi við margt sem að íslenskur almenningur er að segja og upplifa. Þannig að ég held að hann sé ekki að tala úr neinum takti við Íslendinga." Össur segist ekki þó ekki vera allta sammála forseta en gerir þó ekki athugasemdir við yfirlýsingar hans í erlendum fjölmiðlum. „Það þvælist ekki fyrir utanríkisráðherra þó að forseti Íslands hafi skoðanir á málunum. Ef það er einhver Íslendingur sem hefur getið sér orð fyrir það að hafa sterkar skoðanir í gegnum tíðina þá er það nú einmitt forsetinn," segir Össur.
Tengdar fréttir Segir forsetann tala fyrir einangrun Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns.“ 4. desember 2010 18:08 Ólafur Ragnar: Þurfum ekki erlent fjármagn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið ofhitnaði og hrundi. 4. desember 2010 09:53 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Segir forsetann tala fyrir einangrun Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, mæla fyrir einangrun. Forsetinn virðist tala gegn lausn á Icesavemálinu en dekri í staðinn við aukin efnahagsleg tengsl við „nútímanýlenduherra í Kína og í Rússlandi Pútíns.“ 4. desember 2010 18:08
Ólafur Ragnar: Þurfum ekki erlent fjármagn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið ofhitnaði og hrundi. 4. desember 2010 09:53