Viðskipti innlent

Ólafur Ragnar: Þurfum ekki erlent fjármagn

Forsetinn segir að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda.
Forsetinn segir að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við fjármálaritið The Banker að Íslendingar þurfi ekki á erlendri fjárfestingu að halda. Of mikið innstreymi erlends fjármagns hafi einkennt efnahagslífið á Íslandi fyrir bankahrun og orðið til þess að hagkerfið ofhitnaði og hrundi.

Forsetinn gagnrýnir ennfremur framkomu breskra og hollenskra stjórnvalda gagnvart Íslandi í Icesave málinu en lofar hins vegar Kínverja fyrir að hafa komið Íslendingum til hjálpar meðal annars með gjaldmiðlaskiptasamningi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×