Frábær viðbrögð við fylgishruni Hafsteinn Hauksson skrifar 30. desember 2010 12:24 Borgarfulltrúinn Einar Örn sést hér með Jóni Gnarr borgarstjóra. Einar segir viðbrögð sín við fylgistapi flokksins frábær og þau valdi honum ekki vonbrigðum. Mynd/Daníel Rúnarsson Borgarfulltrúi Besta flokksins segir viðbrögð sín við fylgishruni flokksins frábær. Hann segir flokkinn hafa verið óhræddan við að taka óvinsælar ákvarðanir og það taki lengri tíma en sex mánuði að breyta hlutunum í borginni. Meirihlutinn félli ef kosið væri nú, Besti flokkurinn tapaði tveim mönnum og sjálfstæðisflokkurinn væri stærstur í borginni samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var af Capacent Gallup fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mín viðbrögð eru náttúrulega alveg frábær. Mér finnst mjög skemmtilegt að heyra að svona skoðanakönnun hafi verið gerð. Mér finnst þetta hljóma mjög vel," segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins.Ekki vonbrigði „Það eru engin vonbrigði að Besti flokkurinn sé að tapa fylgi. Ég held að ef menn vilja fara að rýna í þetta eins og þeim sýnist, þá er það alltaf þannig að eitthvað fylgi hrynur af. Við höldum okkar striki, við vitum hvað við erum að gera, þó aðrir segja að við vitum það ekki." Einar Örn bætir við að árið 2011 verði líklegast erfiðasta árið í rekstri borgarinnar, og Besti flokkurinn hafi verið óhræddur við að taka óvinsælar ákvarðanir. Hann segir að fólk sé óánægt með gjaldskrár- og útsvarshækkanir, en þær séu þó nauðsynlegar. Hann segir þjónustuna í Reykjavík enn með þeim ódýrari á landinu þrátt fyrir þær hækkanir sem þurfi til að viðhalda henni. Þá hafi meirihlutinn einnig ráðist í hagræðingu í stjórnsýslunni. Þarf meira en sex mánuði Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær skýrði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, fylgishrunið með því að fólk hafi átt von á annarskonar vinnubrögðum frá meirihlutanum. „Það þarf alveg örugglega miklu meira en sex mánuði til þess að byrja að breyta hlutunum," segir Einar Örn við þeirri skýringu. „Ef við hefðum kollsteypt öllu á fyrstu þremur mánuðunum, þá værum við að fá sömu niðurstöðu út úr þessu, að fólk væri ekki ánægt með okkur af því við værum að rústa öllu niður. Við erum að forgangsraða í þá átt sem okkur þykir best, við erum að hugsa um Reykvíkinga. „Það er bara þannig að það þarf að hækka þjónustugjöld og önnur gjöld, það er hlutur sem þarf að gera. Fólk er óánægt með það, en það þarf að gera það," segir Einar. Ekki vitleysingar í Besta flokknum Eru þetta skilaboð frá kjósendum sem meirihlutinn þarf að bregðast við með einhverjum hætti? „Meirihlutinn er búinn að bregðast við með þeim hætti sem ástandið býður upp á. Ástandið býður ekki upp á draumóra eða vitleysu. Við höfum aldrei sagt að við værum vitleysingar eða draumóramenn í Besta flokknum. Við reynum að vinna úr því sem fyrir okkur er lagt og búa til það mesta úr því sem við höfum. Það höfum við gert. Við erum ekki að fara í neitt pólitískt karp um eitthvað annað." Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn og fylgið hrynur af Besta Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. 29. desember 2010 18:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Borgarfulltrúi Besta flokksins segir viðbrögð sín við fylgishruni flokksins frábær. Hann segir flokkinn hafa verið óhræddan við að taka óvinsælar ákvarðanir og það taki lengri tíma en sex mánuði að breyta hlutunum í borginni. Meirihlutinn félli ef kosið væri nú, Besti flokkurinn tapaði tveim mönnum og sjálfstæðisflokkurinn væri stærstur í borginni samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var af Capacent Gallup fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mín viðbrögð eru náttúrulega alveg frábær. Mér finnst mjög skemmtilegt að heyra að svona skoðanakönnun hafi verið gerð. Mér finnst þetta hljóma mjög vel," segir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins.Ekki vonbrigði „Það eru engin vonbrigði að Besti flokkurinn sé að tapa fylgi. Ég held að ef menn vilja fara að rýna í þetta eins og þeim sýnist, þá er það alltaf þannig að eitthvað fylgi hrynur af. Við höldum okkar striki, við vitum hvað við erum að gera, þó aðrir segja að við vitum það ekki." Einar Örn bætir við að árið 2011 verði líklegast erfiðasta árið í rekstri borgarinnar, og Besti flokkurinn hafi verið óhræddur við að taka óvinsælar ákvarðanir. Hann segir að fólk sé óánægt með gjaldskrár- og útsvarshækkanir, en þær séu þó nauðsynlegar. Hann segir þjónustuna í Reykjavík enn með þeim ódýrari á landinu þrátt fyrir þær hækkanir sem þurfi til að viðhalda henni. Þá hafi meirihlutinn einnig ráðist í hagræðingu í stjórnsýslunni. Þarf meira en sex mánuði Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær skýrði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, fylgishrunið með því að fólk hafi átt von á annarskonar vinnubrögðum frá meirihlutanum. „Það þarf alveg örugglega miklu meira en sex mánuði til þess að byrja að breyta hlutunum," segir Einar Örn við þeirri skýringu. „Ef við hefðum kollsteypt öllu á fyrstu þremur mánuðunum, þá værum við að fá sömu niðurstöðu út úr þessu, að fólk væri ekki ánægt með okkur af því við værum að rústa öllu niður. Við erum að forgangsraða í þá átt sem okkur þykir best, við erum að hugsa um Reykvíkinga. „Það er bara þannig að það þarf að hækka þjónustugjöld og önnur gjöld, það er hlutur sem þarf að gera. Fólk er óánægt með það, en það þarf að gera það," segir Einar. Ekki vitleysingar í Besta flokknum Eru þetta skilaboð frá kjósendum sem meirihlutinn þarf að bregðast við með einhverjum hætti? „Meirihlutinn er búinn að bregðast við með þeim hætti sem ástandið býður upp á. Ástandið býður ekki upp á draumóra eða vitleysu. Við höfum aldrei sagt að við værum vitleysingar eða draumóramenn í Besta flokknum. Við reynum að vinna úr því sem fyrir okkur er lagt og búa til það mesta úr því sem við höfum. Það höfum við gert. Við erum ekki að fara í neitt pólitískt karp um eitthvað annað."
Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn og fylgið hrynur af Besta Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. 29. desember 2010 18:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Meirihlutinn fallinn og fylgið hrynur af Besta Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. 29. desember 2010 18:36