Meirihlutinn fallinn og fylgið hrynur af Besta Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2010 18:36 Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. Könnunin var gerð af Capacent Gallup fyrir Sjálfstæðisflokkinn dagana 1.-22. desember síðastliðinn. Spurt var: Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag hvaða flokk eða lista mundir þú kjósa? Þrjátíu og sex komma níu prósent aðspurðra sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt þessu yrði Sjálfstæðisflokkurinn á ný stærsti flokkurinn í borgarstjórn, bætir fylgi sitt um 10 prósent frá síðustu kosningum, og fengi 6 menn kjörna. Besti flokkurinn fengi 27,3 prósent, missir um fimmtung fylgis síns og fengi fjóra menn kjörna. Samfylkingin fengi 19 prósent og þrjá menn kjörna, en samkvæmt þessu er meirihlutinn í borginni fallinn. Vinstri græn 11,2 prósent og Framsóknarflokkurinn 2,5 prósent. Þá sögðust 3,1 prósent vilja kjósa einhvern annan flokk.„Fjarar hratt undan meirihlutanum" Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar er oddviti sjálfstæðismanna. Hvernig túlkarðu þessar niðurstöður? „Ég held að þessar niðurstöður sýni okkur að það fjarar talsvert hratt undan þessum meirihluta og ég held að það sé vegna þess að fólk átti von á annars konar vinnubrögðum en er ekki að sjá þau og líka vegna þess að áherslurnar í formi skattahækkana og gjaldskrárhækkana eru eitthvað sem borgarbúar eiga ekki skilið og eitthvað sem átti ekki að þurfa að fara í. Þetta er auðvitað ánægjulegar niðurstöður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Okkar áherslur virðast vekja ánægju meðal borgarbúa og það er gott," segir Hanna Birna. Í úrtakinu voru 1208 Reykvíkingar, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfshópi Capacent Gallup, svarhlutfall var 64%. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. Könnunin var gerð af Capacent Gallup fyrir Sjálfstæðisflokkinn dagana 1.-22. desember síðastliðinn. Spurt var: Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag hvaða flokk eða lista mundir þú kjósa? Þrjátíu og sex komma níu prósent aðspurðra sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt þessu yrði Sjálfstæðisflokkurinn á ný stærsti flokkurinn í borgarstjórn, bætir fylgi sitt um 10 prósent frá síðustu kosningum, og fengi 6 menn kjörna. Besti flokkurinn fengi 27,3 prósent, missir um fimmtung fylgis síns og fengi fjóra menn kjörna. Samfylkingin fengi 19 prósent og þrjá menn kjörna, en samkvæmt þessu er meirihlutinn í borginni fallinn. Vinstri græn 11,2 prósent og Framsóknarflokkurinn 2,5 prósent. Þá sögðust 3,1 prósent vilja kjósa einhvern annan flokk.„Fjarar hratt undan meirihlutanum" Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar er oddviti sjálfstæðismanna. Hvernig túlkarðu þessar niðurstöður? „Ég held að þessar niðurstöður sýni okkur að það fjarar talsvert hratt undan þessum meirihluta og ég held að það sé vegna þess að fólk átti von á annars konar vinnubrögðum en er ekki að sjá þau og líka vegna þess að áherslurnar í formi skattahækkana og gjaldskrárhækkana eru eitthvað sem borgarbúar eiga ekki skilið og eitthvað sem átti ekki að þurfa að fara í. Þetta er auðvitað ánægjulegar niðurstöður fyrir okkur sjálfstæðismenn. Okkar áherslur virðast vekja ánægju meðal borgarbúa og það er gott," segir Hanna Birna. Í úrtakinu voru 1208 Reykvíkingar, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfshópi Capacent Gallup, svarhlutfall var 64%. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira