Enski boltinn

Gerrard með fyrirliðaband Englands í næstu viku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rio Ferdinand missir einnig af úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudag þegar Man Utd mætir Aston Villa.
Rio Ferdinand missir einnig af úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudag þegar Man Utd mætir Aston Villa.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ljóst að Rio Ferdinand muni missa af vináttulandsleik Englands gegn Egyptalandi næsta miðvikudag. Hann er meiddur á baki.

Annars segir Ferguson að meiðsli leikmannsins séu ekki alvarleg.

Ferdinand var nýlega gerður að fyrirliða enska landsliðsins eftir hneykslismálin kringum John Terry. Nú er ljóst að varafyrirliðinn Steven Gerrard verður með bandið á Wembley á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×