Innlent

Steinunn Valdís segir af sér

Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði af sér þingmennsku.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði af sér þingmennsku. Mynd/Stefán Karlsson
Steinunn Valdís Óskardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði af sér þingmennsku í upphafi Alþingis í dag, líkt og hún boðaði á fimmtudaginn.

Hún sagði í ræðu hafa átt gott samstarf við flesta flokka.

Steinunn Valdís sagði því fylgja blendnar tilfinningar að víkja sæti við þessar erfiðu aðstæður í samfélaginu. En þegar einar dyr lokast að þá opnist aðrar.

Hún sagði að til að sátt megi ríkja í samfélaginu þurfi menn víða að brjóta odd af oflæti sínu og leita eftir því sem sameinar fremur en sundrar.

Ásta R. Jóhannsdóttir, forseti Alþingis, þakkaði Steinunni Valdísi fyrir störf sín og óskaði henni alls hins besta.



Steinunn Valdís tók sæti á Alþingi árið 2007 en var borgarstjóri Reykjavíkur 2004-2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×