Hyggjast leigja makrílkvóta 31. mars 2010 06:15 Sú hugmynd er rædd af alvöru innan sjávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að makrílkvóta þessa árs, sem er 130 þúsund tonn, verði ekki deilt út til útgerðanna í landinu í neinu samhengi við veiðireynslu þeirra. Útgerðir sem hafa aflað sér veiðireynslu undanfarin fjögur ár muni fá tiltekið magn í sinn hlut en frekari veiðiheimildir þurfi viðkomandi útgerð að greiða fyrir. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki staðfesta að róttækar hugmyndir í þessa veru séu ræddar innan ráðuneytisins þegar eftir því var leitað í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að sjávarútvegsráðherra fundi í dag með sjávarútvegsnefnd og þar verði útfærslur makrílveiðanna ræddar. Eins að reglugerð um veiðarnar verði jafnvel gefin út í dag, enda ekki seinna að vænna þar sem veiðarnar eru hefjast von bráðar. Heimildum ber ekki saman um hversu langt verður gengið. Þó hefur verið nefnt að allt að 50 þúsund tonnum verði haldið eftir hjá ríkinu í byrjun og áttatíu þúsund tonn komi í hlut útgerðanna. Sú aðferð sem verður ofan á er aðeins hugsuð til eins árs. Útgerðarmenn hafa sagt að eðlilegt sé að skipta meirihluta makrílkvótans á milli þeirra skipa sem stundað hafa veiðarnar, en jafnframt að tekið verði til hliðar ákveðið magn fyrir þá sem vilja spreyta sig við makrílveiðarnar. Þegar horft er til síðustu fjögurra ára hafa skip til uppsjávarveiða, sem tilheyra tiltölulega fáum stórum útgerðum, veitt 99,99 prósent kvótans, eða vel á þriðja hundrað þúsund tonn. Aðrir hafa veitt 21 tonn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í raun aðeins hægt að tala um samfellda veiðireynslu á makríl í eitt ár í skilningi laganna, eða á síðasta ári, því áður voru veiðar ekki takmarkaðar. Í lögum segir að „sé ekki fyrir hendi samfelld veiðireynsla úr viðkomandi stofni skal ráðherra ákveða veiðiheimildir einstakra skipa. Skal hann við þá ákvörðun meðal annars taka mið af fyrri veiðum skips." Það virðist því ljóst að hyggist ráðherra gera róttækar breytingar á því hvernig kvótanum verður skipt, er hann ekki bundinn af lögum. - shá Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sú hugmynd er rædd af alvöru innan sjávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að makrílkvóta þessa árs, sem er 130 þúsund tonn, verði ekki deilt út til útgerðanna í landinu í neinu samhengi við veiðireynslu þeirra. Útgerðir sem hafa aflað sér veiðireynslu undanfarin fjögur ár muni fá tiltekið magn í sinn hlut en frekari veiðiheimildir þurfi viðkomandi útgerð að greiða fyrir. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki staðfesta að róttækar hugmyndir í þessa veru séu ræddar innan ráðuneytisins þegar eftir því var leitað í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að sjávarútvegsráðherra fundi í dag með sjávarútvegsnefnd og þar verði útfærslur makrílveiðanna ræddar. Eins að reglugerð um veiðarnar verði jafnvel gefin út í dag, enda ekki seinna að vænna þar sem veiðarnar eru hefjast von bráðar. Heimildum ber ekki saman um hversu langt verður gengið. Þó hefur verið nefnt að allt að 50 þúsund tonnum verði haldið eftir hjá ríkinu í byrjun og áttatíu þúsund tonn komi í hlut útgerðanna. Sú aðferð sem verður ofan á er aðeins hugsuð til eins árs. Útgerðarmenn hafa sagt að eðlilegt sé að skipta meirihluta makrílkvótans á milli þeirra skipa sem stundað hafa veiðarnar, en jafnframt að tekið verði til hliðar ákveðið magn fyrir þá sem vilja spreyta sig við makrílveiðarnar. Þegar horft er til síðustu fjögurra ára hafa skip til uppsjávarveiða, sem tilheyra tiltölulega fáum stórum útgerðum, veitt 99,99 prósent kvótans, eða vel á þriðja hundrað þúsund tonn. Aðrir hafa veitt 21 tonn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er í raun aðeins hægt að tala um samfellda veiðireynslu á makríl í eitt ár í skilningi laganna, eða á síðasta ári, því áður voru veiðar ekki takmarkaðar. Í lögum segir að „sé ekki fyrir hendi samfelld veiðireynsla úr viðkomandi stofni skal ráðherra ákveða veiðiheimildir einstakra skipa. Skal hann við þá ákvörðun meðal annars taka mið af fyrri veiðum skips." Það virðist því ljóst að hyggist ráðherra gera róttækar breytingar á því hvernig kvótanum verður skipt, er hann ekki bundinn af lögum. - shá
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira