Ekki gott ástand fyrir Icesave 17. nóvember 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarðvegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdómsmálsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heimilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í samtali við Reuter í byrjun mánaðarins sagðist Össur telja að viðræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrímur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samninginn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grundvallarbreytingar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mánaða vaxtahlé og að um 60 milljarðar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
„Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarðvegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdómsmálsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heimilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í samtali við Reuter í byrjun mánaðarins sagðist Össur telja að viðræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrímur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samninginn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grundvallarbreytingar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mánaða vaxtahlé og að um 60 milljarðar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira