Ekki gott ástand fyrir Icesave 17. nóvember 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarðvegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdómsmálsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heimilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í samtali við Reuter í byrjun mánaðarins sagðist Össur telja að viðræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrímur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samninginn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grundvallarbreytingar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mánaða vaxtahlé og að um 60 milljarðar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann, og fleiri, eru þeirrar skoðunar að ekki sé frjór jarðvegur fyrir Icesave. Ræðst það til dæmis af áhrifum landsdómsmálsins, fjöldamótmæla og átaka um lausnir á skuldamálum heimilanna. „Ég get ekki séð að hægt sé að koma með þetta mál upp núna, að það eigi að ganga frá kröfu upp á segjum hundrað milljarða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu,“ segir Sigmundur. Tveir ráðherrar, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, hafa í viðtölum verið bjartsýnir á gang málsins. Í samtali við Reuter í byrjun mánaðarins sagðist Össur telja að viðræðum lyki innan mánaðar og skömmu áður sagðist Steingrímur, á Stöð 2, vonast til að málið skýrðist mjög fljótt. Nokkuð er um liðið frá því að þeir lýstu þessu yfir en lítið spurst af samningum fyrr en í fyrrakvöld og í gær þegar fjallað var um málið í fréttum. Sigmundur Davíð telur málið hafa tekið undarlega stefnu. „Mér heyrist fjármálaráðherra telja sig geta klárað dæmið og hafa reynt að fá Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið til að bakka sig upp í því. Hann hefur meðal annars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Hann segist ekki vita til að nokkuð nýtt liggi fyrir frá því sem var fyrir nokkrum vikum eða jafnvel mánuðum. Þá hafi margt vantað upp á til að hægt væri að tala um samninga. „Við fengum til dæmis ekki svör við spurningum um hvort verið væri að tala um gamla samninginn með nýjum tölum eða hvort gera ætti grundvallarbreytingar á honum.“ Sigmundur kveðst kannast við umræður um þær tölur sem nefndar hafi verið, til dæmis, um þriggja prósenta vexti, níu mánaða vaxtahlé og að um 60 milljarðar króna kunni að falla á ríkissjóð. „En það var ákveðið að gera ekki neitt með þetta heldur bíða enda voru menn sammála um að ekkert lægi á.“ Aukinheldur hafi ekkert fengist á pappír. Mat Sigmundar er að ekki sé nóg með að pólitíska ástandið nú um stundir bjóði ekki upp á umræður um Icesave heldur sé hagstætt að bíða. „Ég held að það liggi ekkert á með þetta mál og að það sé miklu skynsamlegra að taka það upp síðar. Eftir því sem tíminn líður minnkar óvissan. Við sjáum þá betur hvernig fer með þrotabú Landsbankans sem er aðalatriðið í þessu, svo lengi sem menn greiði ekki vexti á meðan. Ég held að menn ættu ekki að flýta sér í þessu.“ bjorn@frettabladid.is
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira