Fótbolti

Tveir nýliðar í þýska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw og Michael Ballack.
Joachim Löw og Michael Ballack. Nordic Photos / Bongarts

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið 27 manna hóp fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

Ekki nema 23 leikmenn komast með í sjálfa keppnina en lokahópinn verður að tilkynna fyrir 1. júní næstkomandi

Óvæntu tíðindin eru þau að Löw valdi tvo nýliða í hópinn - þá Dennis Aogo hjá Hamburg og Holger Badstuber, leikmann Bayern München. Þá var Hans-Jörg Butt, markvörður Bayern, einnig valinn í hópinn vegna meiðsla Rene Adler. Þýskalandi mætir Möltu í æfingaleik þann 13. maí.

„Viðe rum með marga unga og óreynda leikmenn í hópnum," sagði Löw við þýska fjölmiðla. „En þetta eru hæfileikaríkir leikmenn og það er erfitt að segja nú hvaða fjórir leikmenn fara ekki með í sjálfa keppnina."

Markverðir: Hans-Jörg Butt (Bayern München), Manuel Neuer (Schalke 04), Tim Wiese (Werder Bremen)

Varnarmenn: Per Mertesacker (Werder Bremen), Heiko Westermann (Schalke 04), Philipp Lahm (Bayern München), Jerome Boateng (Hamburg), Andreas Beck (Hoffenheim), Arne Friedrich (Hertha Berlin), Serdar Tasci (Stuttgart), Marcell Jansen (Hamburg), Holger Badstuber (Bayern München), Dennis Aogo (Hamburg).

Miðvallarleikmenn: Michael Ballack (Chelsea), Sami Khedira (Stuggart), Piotr Trochowski (Hamburg), Marko Marin (Werder Bremen), Bastian Schweinsteiger (Bayern München), Christian Trasch (Stuttgart), Mesut Ozil (Werder Bremen), Toni Kroos (Bayer Leverkusen).

Sóknarmenn: Lukas Podolski (Cologne), Miroslav Klose (Bayern München), Stefan Kiessling (Bayer Leverkusen), Cacau (Stuttgart), Thomas Müller (Bayern München), Mario Gomez (Bayern München).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×