Annar karlmaður segist hafa lent í meinta nauðgaranum 19. maí 2010 20:45 Meint fórnalamb hárgreiðslumannsins réðist á hann fyrir utan verslunarmiðstöðina Fjörðinn. „Hann leitar uppi unga stráka, dópar þá og þegar þeir drepast þá leitar hann á þá," segir 25 ára gamall maður sem segist hafa lent í kynferðisofbeldi af hálfu manns sem nú hefur verið kærður fyrir að nauðga ungum manni um tvítugt. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að rúmlega þrítugur karlmaður hefði verið kærður fyrir að nauðga unga manninum fyrir um þremur vikum síðan. Eftir því sem næst verður komist bauð karlmaðurinn, sem nú hefur verið kærður, piltinum í samkvæmi heim til sín á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þangað var komið var enginn þar fyrir nema húsráðandi. Áfengi var haft um hönd og sofnaði pilturinn. Hann vaknaði síðan við að maðurinn var að misnota hann. Sami maður, sem starfar sem hárgreiðslumaður, var einnig kærður fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Málið komst upp árið 2007 þegar sá piltur, ásamt tveimur öðrum félögum sínum, hittu hann fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði þar sem þeir gengu í skrokk á hárgreiðslumanninum með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Kynferðisbrotamálið var hinsvegar fellt niður þar sem orð stóð á móti orði auk þess sem fórnalambið var ákært fyrir líkamsárás gagnvart hárgreiðslumanninum. „Ég sagði engum frá þessu fyrst," segir maðurinn en hann, ásamt félögum hans, voru dæmdir í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásina. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ráðist á hárgreiðslumanninn. Annar félagi hans, sem tók þátt í árásinni, segir í dómsorði einnig hafa lent í hárgreiðslumanninum. „Ég var bara búinn að blokkera þetta út. Mér datt ekki einu sinni í hug að kæra þetta. Það var ekki fyrr en við hittum hann á einhverju fyllerí sem við hjóluðum í hann," segir maðurinn þegar hann rifjar upp samskipti sín við hárgreiðslumanninn. Hann segir að hárgreiðslumaðurinn hafi boðið honum heim til sín árið 2003. Þá hafi hann verið átján ára gamall. Hann segir hárgreiðslumanninn hafa gefið sér fíkniefni og áfengi. Síðan sofnaði hann út frá áfengisvímunni. „Þegar ég vaknaði var hann með aðra hönd á kynfærunum á mér og hélt utan um mig aftan frá," segir maðurinn, sem brást hinn versti við, og stuggaði honum frá sér. Spurður hver viðbrögð hárgreiðslumannsins hefðu verið svarar hann: „Þá þóttist hann ekki hafa verið að gera neitt." Hann segir að honum hafi brugðið þegar hann sá fréttirnar um hina meintu nauðgun í dag. Hann áttaði sig strax á því um hvern var að ræða þrátt fyrir að engin nöfn voru að finna í fréttinni. Hann segir að hárgreiðslumaðurinn hafi borið sig nákvæmlega eins að í báðum tilvikum. Eini munurinn virðist vera sá að hárgreiðslumaðurinn á að hafa náð að þröngva vilja sínum upp á piltinn í þetta skiptið. „Það þarf bara að koma þessum manni á bak við lás og slá. Hann er kynferðislega brenglaður," segir hann og bætir við að hann vonist til þess að hágreiðslumaðurinn hljóti makleg málagjöld. „Maður vonar það bara innilega," segir hann að lokum. Skýrslutaka fór fram í málinu í dag en ekki þótti ástæða til þess að hneppa hárgreiðslumanninn í gæsluvarðhald. Pilturinn, sem kærði hárgreiðslumanninn, lagði ekki inn kæru fyrr en talsvert eftir að hið meinta brot átti sér stað. Málið er í rannsókn hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Piltur kærir nauðgun Piltur um tvítugt hefur lagt fram kæru um nauðgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kærði maðurinn misneytinguna af hendi sér eldri karlmanns til lögreglu eftir helgina. 19. maí 2010 11:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
„Hann leitar uppi unga stráka, dópar þá og þegar þeir drepast þá leitar hann á þá," segir 25 ára gamall maður sem segist hafa lent í kynferðisofbeldi af hálfu manns sem nú hefur verið kærður fyrir að nauðga ungum manni um tvítugt. Það var Fréttablaðið sem greindi frá því í dag að rúmlega þrítugur karlmaður hefði verið kærður fyrir að nauðga unga manninum fyrir um þremur vikum síðan. Eftir því sem næst verður komist bauð karlmaðurinn, sem nú hefur verið kærður, piltinum í samkvæmi heim til sín á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þangað var komið var enginn þar fyrir nema húsráðandi. Áfengi var haft um hönd og sofnaði pilturinn. Hann vaknaði síðan við að maðurinn var að misnota hann. Sami maður, sem starfar sem hárgreiðslumaður, var einnig kærður fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað árið 2003. Málið komst upp árið 2007 þegar sá piltur, ásamt tveimur öðrum félögum sínum, hittu hann fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði þar sem þeir gengu í skrokk á hárgreiðslumanninum með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Kynferðisbrotamálið var hinsvegar fellt niður þar sem orð stóð á móti orði auk þess sem fórnalambið var ákært fyrir líkamsárás gagnvart hárgreiðslumanninum. „Ég sagði engum frá þessu fyrst," segir maðurinn en hann, ásamt félögum hans, voru dæmdir í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásina. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa ráðist á hárgreiðslumanninn. Annar félagi hans, sem tók þátt í árásinni, segir í dómsorði einnig hafa lent í hárgreiðslumanninum. „Ég var bara búinn að blokkera þetta út. Mér datt ekki einu sinni í hug að kæra þetta. Það var ekki fyrr en við hittum hann á einhverju fyllerí sem við hjóluðum í hann," segir maðurinn þegar hann rifjar upp samskipti sín við hárgreiðslumanninn. Hann segir að hárgreiðslumaðurinn hafi boðið honum heim til sín árið 2003. Þá hafi hann verið átján ára gamall. Hann segir hárgreiðslumanninn hafa gefið sér fíkniefni og áfengi. Síðan sofnaði hann út frá áfengisvímunni. „Þegar ég vaknaði var hann með aðra hönd á kynfærunum á mér og hélt utan um mig aftan frá," segir maðurinn, sem brást hinn versti við, og stuggaði honum frá sér. Spurður hver viðbrögð hárgreiðslumannsins hefðu verið svarar hann: „Þá þóttist hann ekki hafa verið að gera neitt." Hann segir að honum hafi brugðið þegar hann sá fréttirnar um hina meintu nauðgun í dag. Hann áttaði sig strax á því um hvern var að ræða þrátt fyrir að engin nöfn voru að finna í fréttinni. Hann segir að hárgreiðslumaðurinn hafi borið sig nákvæmlega eins að í báðum tilvikum. Eini munurinn virðist vera sá að hárgreiðslumaðurinn á að hafa náð að þröngva vilja sínum upp á piltinn í þetta skiptið. „Það þarf bara að koma þessum manni á bak við lás og slá. Hann er kynferðislega brenglaður," segir hann og bætir við að hann vonist til þess að hágreiðslumaðurinn hljóti makleg málagjöld. „Maður vonar það bara innilega," segir hann að lokum. Skýrslutaka fór fram í málinu í dag en ekki þótti ástæða til þess að hneppa hárgreiðslumanninn í gæsluvarðhald. Pilturinn, sem kærði hárgreiðslumanninn, lagði ekki inn kæru fyrr en talsvert eftir að hið meinta brot átti sér stað. Málið er í rannsókn hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Piltur kærir nauðgun Piltur um tvítugt hefur lagt fram kæru um nauðgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kærði maðurinn misneytinguna af hendi sér eldri karlmanns til lögreglu eftir helgina. 19. maí 2010 11:20 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Piltur kærir nauðgun Piltur um tvítugt hefur lagt fram kæru um nauðgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kærði maðurinn misneytinguna af hendi sér eldri karlmanns til lögreglu eftir helgina. 19. maí 2010 11:20