Facebook í meiriháttar ímyndarkrísu Tinni Sveinsson skrifar 18. maí 2010 15:00 Zuckerberg hélt ræðu í apríl þar sem hann kynnti hinar umdeildu breytingar á Facebook. Síðustu daga hafa verið haldnir margir krísufundir í höfuðstöðvum Facebook í Kaliforníu. Stofnandinn, Mark Zuckerberg, ætlaði að halda upp á 26 ára afmælið sitt með stæl í Karabíska hafinu síðastliðinn föstudag. Í staðinn eyddi hann helginni í fundarherbergi þar sem reynt er að skipuleggja aðgerðir til að róa notendur samskiptavefsins í kjölfar umdeildra breytinga á því hvaða upplýsingar teljast einkamál notenda. Ekki nóg með það, heldur er Zuckerberg einnig farinn að hafa verulegar áhyggjur af myndinni sem kvikmynd leikstjórans David Fincher, The Social Network, dregur upp af honum. Róa Facebook-menn nú öllum árum að því að breyta ímynd Zuckerberg í "góða gæjann" áður en skaðinn er skeður. Handrit myndarinnar lak nefninlega á Netið fyrir skömmu. Þar er Zuckerberg lýst sem frekar miklum hálfvita sem skrifaði kóðann að Facebook í ölæði eftir að kærasta hans sagði honum upp. Upprunaleg hugmynd vefsins var þannig að birta myndir af skólasystrum hans í Harvard þannig að hann og vinir hans gætu gefið þeim einkunn eftir útliti.Handrit myndarinnar er byggt á bókinni Accidental Billionaires: The Founding of Facebook.Leikarinn Jesse Eisenberg fer með hlutverk Zuckerbergs í myndinni og Justin Timberlake leikur félaga hans Sean Parker. Sá tók þátt í stofnun síðunnar Napster á sínum tíma og gekk síðan til liðs við Facebook.Sagt er frá því hvernig þeir útiloka harkalega alla sem tóku þátt í verkefninu með þeim en það orsakaði réttarhöld þar sem þurfti að borga formúgur í bætur. Einnig að aðalhvati Zuckerberg hafi ekki verið frami og frægð heldur óöryggi í kynlífi. Aðaláhugamálið hafi verið að kela við kvenkyns aðdáendur síðunnar á börum á meðan Parker rak fyrirtækið. Myndin verður frumsýnd í október. Framleiðandi hennar er leikarinn og leikhússtjórinn Kevin Spacey. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Síðustu daga hafa verið haldnir margir krísufundir í höfuðstöðvum Facebook í Kaliforníu. Stofnandinn, Mark Zuckerberg, ætlaði að halda upp á 26 ára afmælið sitt með stæl í Karabíska hafinu síðastliðinn föstudag. Í staðinn eyddi hann helginni í fundarherbergi þar sem reynt er að skipuleggja aðgerðir til að róa notendur samskiptavefsins í kjölfar umdeildra breytinga á því hvaða upplýsingar teljast einkamál notenda. Ekki nóg með það, heldur er Zuckerberg einnig farinn að hafa verulegar áhyggjur af myndinni sem kvikmynd leikstjórans David Fincher, The Social Network, dregur upp af honum. Róa Facebook-menn nú öllum árum að því að breyta ímynd Zuckerberg í "góða gæjann" áður en skaðinn er skeður. Handrit myndarinnar lak nefninlega á Netið fyrir skömmu. Þar er Zuckerberg lýst sem frekar miklum hálfvita sem skrifaði kóðann að Facebook í ölæði eftir að kærasta hans sagði honum upp. Upprunaleg hugmynd vefsins var þannig að birta myndir af skólasystrum hans í Harvard þannig að hann og vinir hans gætu gefið þeim einkunn eftir útliti.Handrit myndarinnar er byggt á bókinni Accidental Billionaires: The Founding of Facebook.Leikarinn Jesse Eisenberg fer með hlutverk Zuckerbergs í myndinni og Justin Timberlake leikur félaga hans Sean Parker. Sá tók þátt í stofnun síðunnar Napster á sínum tíma og gekk síðan til liðs við Facebook.Sagt er frá því hvernig þeir útiloka harkalega alla sem tóku þátt í verkefninu með þeim en það orsakaði réttarhöld þar sem þurfti að borga formúgur í bætur. Einnig að aðalhvati Zuckerberg hafi ekki verið frami og frægð heldur óöryggi í kynlífi. Aðaláhugamálið hafi verið að kela við kvenkyns aðdáendur síðunnar á börum á meðan Parker rak fyrirtækið. Myndin verður frumsýnd í október. Framleiðandi hennar er leikarinn og leikhússtjórinn Kevin Spacey.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira