Lífið

Þriggja daga veisla þar sem bjórinn flæðir

Það er þriggja daga vakt framundan fyrir gesti hátíðarinnar þar sem Bloodgroup og hinar vinsælustu hljómsveitir X-ins koma fram.
Það er þriggja daga vakt framundan fyrir gesti hátíðarinnar þar sem Bloodgroup og hinar vinsælustu hljómsveitir X-ins koma fram.

Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að rokkararnir á útvarpsstöðinni X-inu 977 halda mikið upp á hina þýsku októberfest og bjórinn sem henni fylgir. Í kvöld hefst því hjá þeim Rokktóberfest, heljarinnar tónlistarveisla á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu sem stendur í þrjá daga.

„Tilefnið er að sjálfsögðu hin 200 ára gamla hefð frá Bavaríu í Þýskalandi þar sem ár hvert eru drukknir milljónir lítra af öli og haustinu þannig fagnað með stæl," segja rokkararnir.

Rokktóberfest X 977 er einn vinsælasti viðburður útvarpsstöðvarinnar, enda fer þarna saman heill hellingur af íslenskri rokktónlist og taumlaus bjórdrykkja. Allar vinsælustu hljómsveitir X-ins troða upp og lofað er að halda bjórverðinu lágu.

Hátíðin er á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld á Sódóma Reykjavík. Miðaverð er 2.500 krónur en hægt er að kaupa miða hér á Midi.is.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru Cliff Clavin, Mammút, Ourlives, Endless Dark, Noise, Ten Steps away, Bloodgroup, Sing For me Sandra, Hoffmann, Agent Fresco, Vicky, 13, Ultra Mega Techno Bandið Stefán, 59s og fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.