Árni Sigfússon, bæjarstjóri, er efstur í prófkjöri Sjálfstæðiflokksins í Reykjanesbæ þegar talinn búið er að telja um helming atkvæða. Hann er tæplega 90% atkvæða í fyrsta sætið. Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi, er í öðru sæti og Gunnar Þórarinsson er í því þriðja. 12 atkvæðum munar á þeim.
Á kjörskrá voru um 2600 manns og kjörsókn var yfir 50%, en ekki liggur fyrir hver endanleg kjörsókn var við lok prófkjörsfundar.
Þegar talin hafa verið 668 atkvæði er staða efstu frambjóðenda þessi:
1. Árni Sigfússon með 599 atkvæði í 1. sæti
2. Böðvar Jónsson með 301 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Gunnar Þórarinsson með 310 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Magnea Guðmundsdóttir með 320 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Einar Þ. Magnússon með 334 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Baldur Guðmundsson með 451 atkvæði í 1.-6. sæti
7. Björk Þorsteinsdóttir með 418 atkvæði í 1.-7. sæti
Árni fær góða kosningu - Böðvar í 2. sæti
