Útvaldir fá ókeypis gistingu í sumarbústað borgarinnar 20. janúar 2010 04:45 Borgarráðsbústaðurinn Engin sérstakur lúxusbústaður en borgarfulltrúar og embættismenn á háum launum ættu samt að greiða fyrir afnotin, segir borgarfulltrúi Vinstri grænna.Fréttablaðið/Stefán „Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í rólegheitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgarfulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að embættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
„Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í rólegheitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgarfulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að embættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira