Innlent

Gengu út af kveðjufundi borgarstjórnar

Síðasti fundur borgarstjórnar á kjörtímabilinu markaði ákveðin tímamót, því bæði Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kvöddu stjórnmálin, að minnsta kosti í bili, á fundinum og fluttu sínar kveðjuræður. Vilhjálmur lét það verða sitt síðasta verk að leggja til stofnun nýrrar opinberrar stofnunar, Friðarstofnunar Reykjavíkur og fékk tilllagan ágætan hljómgrunn hjá öðrum borgarfulltrúum.

Ólafur F. Magnússon kvaddi 20 ára feril á öðrum nótum. Hann óskaði eftir lögreglurannsókn á því hvernig flokkarnir í borginni hefðu varið styrkjum úr borgarsjóði.

Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík, þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson gengu út áður en Ólafur tók til máls. Ólafur hefur óskað eftir skýringum frá flokkunum um hvernig peningunum var varið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×