Innlent

Innbrotsþjófur tekinn á Selfossi

MYND/GVA

Lögreglan á Selfossi handsamaði þjóf í nótt, sem hafði brotist inn í tölvuverslun í bænum og meðal annars stolið tölvu. Hann reyndi að fela sig, en lögregla fann hann og handtók.

Talið er að annar maður hafi verið í vitorði með honum, því tölvan kom ekki í leitirnar. Maðurinn verður yfirheyrður í dag og meðal annars kannað hvort hann á aðild að innbortum í fimm sumarbústaði í Grímsnesi um helgina, þar sem margvíslegum verðmætum var stolið. Þau mál eru öll óupplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×