Óttaðist um líf ríkisstjórnarinnar 19. febrúar 2010 12:22 Mynd/Anton Brink Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að hann hafi verið að óska eftir því á fundi með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í janúar, að Bandaríkjamenn slægju á puttana á fulltrúum Breta og Hollendinga í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á þeim tíma hafi hann óttast um líf ríkisstjórnarinnar. Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, áttu fund með Sam Watson, staðgengli sendiherra Bandaríkjanna, á Íslandi í janúar, þar sem þeir óskuðu eftir stuðningi Bandaríkjamanna í deilunni við Breta og Hollendinga, en Ríkisútvarpið greindi frá minnisblaði um þennan fund í gær. Össur Skarphéðinsson segir að í janúar hafi ráðuneytið farið í mikla viðræðulotu við þau ríki sem Ísland eigi samskipti við, skömmu eftir að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Í þeim samskiptum hafi ekkert verið skafið utan af hlutunum. „Ég er hreinskiptinn sjálfur og hef talað við aðra sendimenn. Ég hvatti aðra sendimenn til að vera skorinorða í sínu máli," segir Össur. Þessi tiltekni fundur hafi verið einn af mörgum og því hafi hann ekki gert ríkisstjórninni sérstaklega grein fyrir honum. Ríkisstjórnin hafi hins vegar vitað að því á þessum tíma að utanríkisþjónustan hafi gengið í það að skýra þá stöðu sem komin var upp eftir synjun forsetans fyrir fulltrúum annarra ríkja. Í minnisblaði bandaríska sendiráðsins sem RÚV greindi frá í gær, er haft eftir íslensku embættismönnunum að líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu ef Icesave lögin yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu og svört mynd dregin upp af efnahagsástandinu ef svo færi. „Á þeirri stundu sem að þessi fundur var þá var það nú mitt mat að líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu. Ég tel að svo sé ekki lengur vegna þess að við, þ.e.a.s. stjórn og stjórnarandstaða, höfum náð góðri samstöðu um það hvernig við ætlum að reka þetta mál áfram. Þessi möguleiki var uppi á þeim tíma. Hvað varðar síðan hvernig efnahagsstaðan er máluð í þessum samtölum þá er það auðvitað þannig að þegar menn eru að reyna að knýja menn til fylgis og sýna stuðning þá draga menn upp svarta mynd." Þetta hafi verið sagt í tengslum við þær tafir sem Bretar og Hollendingar voru að valda á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. „Við vorum í reynd að fara fram á það að Bandaríkjamenn héldu áfram stuðningi sínum við okkur þar og gengu skrefi lengra og kæmu fram með opinbera yfirlýsingu og tækju afstöðu með Íslendingum," segir Össur. Tengdar fréttir Bjarni vill taka samskiptin við Bandaríkjamenn til umræðu á Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræða á Alþingi um samskipti í 19. febrúar 2010 12:15 Óttuðust þjóðargjaldþrot 2011 Þeir Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, funduðu með Sam Watson, sem stýrir sendiráði Bandaríkjanna hér á landi þar sem sendiherra hefur ekki verið skipaður. 19. febrúar 2010 06:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að hann hafi verið að óska eftir því á fundi með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í janúar, að Bandaríkjamenn slægju á puttana á fulltrúum Breta og Hollendinga í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á þeim tíma hafi hann óttast um líf ríkisstjórnarinnar. Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, áttu fund með Sam Watson, staðgengli sendiherra Bandaríkjanna, á Íslandi í janúar, þar sem þeir óskuðu eftir stuðningi Bandaríkjamanna í deilunni við Breta og Hollendinga, en Ríkisútvarpið greindi frá minnisblaði um þennan fund í gær. Össur Skarphéðinsson segir að í janúar hafi ráðuneytið farið í mikla viðræðulotu við þau ríki sem Ísland eigi samskipti við, skömmu eftir að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Í þeim samskiptum hafi ekkert verið skafið utan af hlutunum. „Ég er hreinskiptinn sjálfur og hef talað við aðra sendimenn. Ég hvatti aðra sendimenn til að vera skorinorða í sínu máli," segir Össur. Þessi tiltekni fundur hafi verið einn af mörgum og því hafi hann ekki gert ríkisstjórninni sérstaklega grein fyrir honum. Ríkisstjórnin hafi hins vegar vitað að því á þessum tíma að utanríkisþjónustan hafi gengið í það að skýra þá stöðu sem komin var upp eftir synjun forsetans fyrir fulltrúum annarra ríkja. Í minnisblaði bandaríska sendiráðsins sem RÚV greindi frá í gær, er haft eftir íslensku embættismönnunum að líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu ef Icesave lögin yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu og svört mynd dregin upp af efnahagsástandinu ef svo færi. „Á þeirri stundu sem að þessi fundur var þá var það nú mitt mat að líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu. Ég tel að svo sé ekki lengur vegna þess að við, þ.e.a.s. stjórn og stjórnarandstaða, höfum náð góðri samstöðu um það hvernig við ætlum að reka þetta mál áfram. Þessi möguleiki var uppi á þeim tíma. Hvað varðar síðan hvernig efnahagsstaðan er máluð í þessum samtölum þá er það auðvitað þannig að þegar menn eru að reyna að knýja menn til fylgis og sýna stuðning þá draga menn upp svarta mynd." Þetta hafi verið sagt í tengslum við þær tafir sem Bretar og Hollendingar voru að valda á afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. „Við vorum í reynd að fara fram á það að Bandaríkjamenn héldu áfram stuðningi sínum við okkur þar og gengu skrefi lengra og kæmu fram með opinbera yfirlýsingu og tækju afstöðu með Íslendingum," segir Össur.
Tengdar fréttir Bjarni vill taka samskiptin við Bandaríkjamenn til umræðu á Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræða á Alþingi um samskipti í 19. febrúar 2010 12:15 Óttuðust þjóðargjaldþrot 2011 Þeir Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, funduðu með Sam Watson, sem stýrir sendiráði Bandaríkjanna hér á landi þar sem sendiherra hefur ekki verið skipaður. 19. febrúar 2010 06:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bjarni vill taka samskiptin við Bandaríkjamenn til umræðu á Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræða á Alþingi um samskipti í 19. febrúar 2010 12:15
Óttuðust þjóðargjaldþrot 2011 Þeir Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, funduðu með Sam Watson, sem stýrir sendiráði Bandaríkjanna hér á landi þar sem sendiherra hefur ekki verið skipaður. 19. febrúar 2010 06:00