Uppfyllti markmið Íslandsferðar 22. janúar 2010 04:00 Upplifði norðurljós Ian Usher heimsótti Ísland stuttu fyrir jól og heimsótti meðal annars Jökulsárlón, Gullfoss og Geysi. fréttablaðið/Anton Bretinn Ian Usher ákvað að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay sumarið 2008. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið á jafnmörgum vikum. Ian heimsótti Ísland stuttu fyrir jól og meðan á dvöl hans stóð hugðist hann sjá Jökulsárlón og hin margrómuðu norðurljós. Fréttablaðið hafði uppi á Ian nú fyrir stuttu þar sem hann var staddur í Livingstone í Zamibíu og spurði hann frétta. Aðspurður segist hann bæði hafa séð Jökulsárlónið og fengið að upplifa norðurljósin, þótt þau hafi verið afskaplega dauf, og þar með uppfyllt bæði markmið sín. Auk þess heimsótti hann Gullfoss og Geysi og fór í sund í Laugardalslaug. „Ég tók tvo daga í að skoða lónið og svæðið þar í kring. Lónið sjálft var að mestu frosið og maður heyrði hvernig brast og dundi í jöklunum inn á milli, sólin skein og það glitraði á ísinn í ljósinu. Þetta var mjög falleg upplifun. Ég sá einnig norðurljósin, en þau voru mjög dauf og ég varð hálf vonsvikinn því ég hafði séð svo fallegar myndir af þessu fyrirbæri,“ segir Ian. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið skemmtilega og segir landið bæði heillandi og einstakt. „Ég veit samt ekki hvort ég gæti búið þarna, kuldinn var svo mikill. Ég er meira fyrir að ganga um í stuttbuxum og sandölum,“ segir hann og hlær. Ian heimsótti fjölskyldu sína í Bretlandi um jólin og segist hafa komið mömmu sinni mikið á óvart með því að birtast óvænt heima hjá henni. Ian mun næst fljúga til Suður-Afríku og því næst til Síle þar sem hann ætlar að uppfylla enn fleiri markmið. Heimasíða Ians er www.100goals100weeks.com.- sm Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Bretinn Ian Usher ákvað að selja líf sitt á uppboðssíðunni eBay sumarið 2008. Mánuði síðar lagði hann af stað í ferðalag um heiminn þar sem hann var ákveðinn í að uppfylla hundrað markmið á jafnmörgum vikum. Ian heimsótti Ísland stuttu fyrir jól og meðan á dvöl hans stóð hugðist hann sjá Jökulsárlón og hin margrómuðu norðurljós. Fréttablaðið hafði uppi á Ian nú fyrir stuttu þar sem hann var staddur í Livingstone í Zamibíu og spurði hann frétta. Aðspurður segist hann bæði hafa séð Jökulsárlónið og fengið að upplifa norðurljósin, þótt þau hafi verið afskaplega dauf, og þar með uppfyllt bæði markmið sín. Auk þess heimsótti hann Gullfoss og Geysi og fór í sund í Laugardalslaug. „Ég tók tvo daga í að skoða lónið og svæðið þar í kring. Lónið sjálft var að mestu frosið og maður heyrði hvernig brast og dundi í jöklunum inn á milli, sólin skein og það glitraði á ísinn í ljósinu. Þetta var mjög falleg upplifun. Ég sá einnig norðurljósin, en þau voru mjög dauf og ég varð hálf vonsvikinn því ég hafði séð svo fallegar myndir af þessu fyrirbæri,“ segir Ian. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið skemmtilega og segir landið bæði heillandi og einstakt. „Ég veit samt ekki hvort ég gæti búið þarna, kuldinn var svo mikill. Ég er meira fyrir að ganga um í stuttbuxum og sandölum,“ segir hann og hlær. Ian heimsótti fjölskyldu sína í Bretlandi um jólin og segist hafa komið mömmu sinni mikið á óvart með því að birtast óvænt heima hjá henni. Ian mun næst fljúga til Suður-Afríku og því næst til Síle þar sem hann ætlar að uppfylla enn fleiri markmið. Heimasíða Ians er www.100goals100weeks.com.- sm
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira