Innlent

Um helmingur í sérfræðikostnað

Það kostar um það bil milljarð króna á mánuði að reka skilanefnd og slitastjórn gamla Landsbankans. Kostnaðurinn kemur til frádráttar því sem kröfuhafar fá í sinn hlut af eignum bankans.
Það kostar um það bil milljarð króna á mánuði að reka skilanefnd og slitastjórn gamla Landsbankans. Kostnaðurinn kemur til frádráttar því sem kröfuhafar fá í sinn hlut af eignum bankans.
Heildarkostnaður við rekstur slitastjórnar og skilanefndar Landsbanka Íslands nam 3.263 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, eða rúmum milljarði á mánuði. Þar af var kostnaðurinn hér á landi 1.702 milljónir króna.

Tæpur helmingur kostnaðarins er vegna kaupa á þjónustu lögfræðinga og annarra sérfræðinga, alls 1.561 milljón króna, þar af eru 283 milljónir til innlendra sérfræðinga. Kostnaður við rekstur nefndanna sjálfra var 87 milljónir króna.

Skilanefnd og slitastjórn hafa það verkefni að gera sem mest verðmæti fyrir kröfuhafa úr eignum Landsbanka Íslands. Þær hafa 130 starfsmenn á sínum vegum í Reykjavík, London, Amsterdam og Kanada.

Laun og launatengd gjöld vegna þessara starfsmanna voru samtals 941 milljón króna fyrstu þrjá mánuði ársins eða um 7,2 milljónir króna að meðaltali.

Laun 56 starfsmanna í Reykjavík námu samtals 150 milljónum eða um 2,8 milljónum króna að meðaltali fyrstu þrjá mánuði ársins. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×