Erlent

Lík breska byssumannsins fundið

Óli Tynes skrifar
Derrick Bird.
Derrick Bird.

Búið er að finna lík af manni sem talinn er hafa skotið að minnsta kosti fimm  til bana í Cumbria héraði í Bretlandi í dag. Þar á meðal móður sína.

Skotvopn fannst hjá líkinu og líkið fannst skammt frá bílnum sem hinn grunaði ók. Sá var 52 ára gamall leigubílstjóri Derrick Bird að nafni.

Bird ók um á bíl sínum og virðist hafa skotið fólk af handahófi. Sá fyrsti sem hann skaut var annar leigubílstjóri.

Stöðvarstjóri á leigubílastöðinni sem Bird ók fyrir segir að hann og fyrsta fórnarlambið hafi verið góðir vinir.

Bird hafði verið leigubílstjóri í 23 ár. Hann var fráskilinn og átti tvo syni.

Skotárásir sem þessi eru afar sjaldgæfar í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×