Innlent

Meintur hrotti áfram í varðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á þrítugsaldri sem svipti annan mann frelsi og beitti hann ofbeldi. Manninum var í fyrstu gert að sitja í varðhaldi til 28. maí en það hefur verið framlengt til 24. júní.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að í fórum mannsins hafi fundist myndavél sem hafði að geyma myndir af árásinni en í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í lok apríl kom fram að fórnarlambið hefði sætt pyntingum. Þá hefur maðurinn sagt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hann ætli að drepa fórnarlambið. Því telur lögreglan á Suðurnesjum að með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt að maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×