Fjórir piltar grunaðir um yfir 80 innbrot 2. júní 2010 05:00 Mennirnir virðast hafa staðið í ströngu í maí, og brotist inn í fleiri tugi bústaða í Grímsnesi, á Þingvöllum og í Borgarfirði. Fréttablaðið / stefán Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Fjórir unglingspiltar eru í haldi yfirvalda, þrír í gæsluvarðhaldi og einn á meðferðarstofnuninni Stuðlum, grunaðir um að standa að mikilli innbrotaöldu á Suður- og Vesturlandi í maí. Elsti pilturinn er átján ára Íslendingur en hinir þrír, einn fimm-tán ára og tveir sextán ára, eru af pólsku og slóvensku bergi brotnir. Þeir eru allir búsettir á höfuðborgar-svæðinu. Þrír úr hópnum voru handteknir eftir innbrotahrinu í Borgarfirði í fyrri hluta maí. Þorsteinn Jónsson hjá lögreglunni í Borgarnesi segir mennina grunaða um 25 innbrot á svæðinu en ómögulegt sé að segja til um hversu mikið komi til með að sannast á þá. Mennirnir neita að hafa komið nærri brotunum. Skömmu áður voru sömu menn handteknir vegna átta innbrota í bústaði við Sogið. Þeir hafa gengist við þeim að hluta. Fjórmenningarnir voru loks handteknir í síðustu viku grunaðir um innbrot í tugi bústaða í Grímsnesi og á Þingvallasvæðinu. Tilkynningar til lögreglu eru nú orðnar um fimmtíu og þeim gæti enn fjölgað. Svo virðist sem þeir hafi stolið pallbíl í Reykjavík fyrir síðustu atlöguna, ekið honum austur fyrir fjall og hlaðið hann þýfi. Þeir reyndu síðan að brjótast inn í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en þurftu frá að hverfa. Heildarfjöldi innbrotanna sem þeir eru grunaðir um er orðinn á níunda tug. Piltarnir ásældust einkum flatskjái og önnur raftæki. Talið er að drjúgum hluta af þýfinu hafi verið komið í verð og vandséð er að hægt verði að endurheimta það. Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Selfossi segist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Þetta eru langflest sumarbústaðainnbrot sem við höfum séð. Þarna erum við að fá ársskammtinn á innan við mánuði.“ Þorsteinn Jónsson í Borgarnesi segist, eftir sextán ára reynslu af starfinu, nú horfa upp á alveg nýja tegund af glæpamönnum. „Þessir menn nota vettlinga og skóhlífar til að finnast síður og virðast vera mjög forhertir þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að lögregla hafi stöðvað mennina við reglubundið eftirlit af því að þeir hafi þótt grunsamlegir, en leyft þeim að halda áfram för. Örfáum mínútum síðar, um leið og þeir hurfu sjónum lögreglu, hafi þeir hins vegar brotist inn. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira