Innlent

Fluttu 40 þúsund lítra af mjólk yfir gömlu Markarfljótsbrúna

Fjörtíu þúsund lítrum af mjólk var bjargað yfir gömlu Markarfljótsbrúna í dag. Mjólkin hafði safnast upp á bæjum austan megin við brúna síðustu fjóra daga og var selflutt með léttum tankbíl yfir gömlu brúna - þar sem hún þolir ekki þunga stóru mjólkurbílanna.

Verkefnið tók markar klukkustundir en mjólkin hefði eyðilagst ef hún hefði ekki verið flutt yfir brúna.

Erlendir fjölmiðlar fylgdust með herlegheitunum enda gosið í Eyjafjallajökli löngu orðið heimsfrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×