Kynjahlutfall veikir stöðu Jóns Bjarnasonar 30. desember 2010 05:00 Stjórnarráð Íslands í Lækjargötu 1. des Hver mun yfirgefa ríkisstjórnina í næstu sameiningu ráðuneyta? Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun í dag kynna tvö ný ráðuneyti í ríkisstjórn sinni. Um áramót verður til annars vegar nýtt innanríkisráðuneyti, með sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, og hins vegar nýtt velferðarráðuneyti með sameiningu félags- og tryggingarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Þessi breyting hefur legið lengi í loftinu og þykir ljóst að Ögmundur Jónasson mun verða innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson verður velferðarráðherra. Hins vegar er frekari breytinga að vænta í vor þar sem fyrirhugað er að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti. Á sama tíma verður umhverfisráðuneyti breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis ákvað í haust, þegar sameiningar ráðuneyta voru ræddar, að bíða með tvær síðastnefndu breytingarnar þar sem þörf væri á lengra samráðsferli hvað varðar atvinnuvegaráðuneytið. Þó að enn sé óvíst hverjir muni stýra þeim ráðuneytum er ljóst að í það minnsta einn af núverandi ráðherrum mun víkja úr stjórninni. Nema til komi meiriháttar uppstokkun í stjórnarliðinu verða það þau Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem koma til greina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðins hafa stjórnarflokkarnir gert með sér samkomulag um að Samfylkingin fái umhverfis- og auðlindaráðuneyti en Vinstri græn atvinnuvegaráðuneytið. Verði það raunin er Samfylkingarkonan Katrín viss um að halda ráðherrastól og valið mun því standa á milli Jóns og Svandísar, sem bæði í eru í Vinstri grænum. Enn eina vídd má þá finna í þessum efnum og það er kynjahlutfall í hópi ráðherra. Þegar ríkisstjórnin var skipuð í núverandi mynd, með sex körlum og fjórum konum, sagðist forsætisráðherra vonast til þess að sú breyting á ráðuneytum sem hér er til umfjöllunar myndi leiðrétta kynjaskekkju. Verði kvenráðherra tekinn út úr stjórninni mun hins vegar halla enn frekar á konur og er það á skjön við gefin fyrirheit. Samkvæmt þeim rökum er Svandís í betri stöðu en Jón til að halda ráðherrastól nema til komi frekari uppstokkun í ráðherraskipan. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Hver mun yfirgefa ríkisstjórnina í næstu sameiningu ráðuneyta? Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun í dag kynna tvö ný ráðuneyti í ríkisstjórn sinni. Um áramót verður til annars vegar nýtt innanríkisráðuneyti, með sameiningu dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, og hins vegar nýtt velferðarráðuneyti með sameiningu félags- og tryggingarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Þessi breyting hefur legið lengi í loftinu og þykir ljóst að Ögmundur Jónasson mun verða innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson verður velferðarráðherra. Hins vegar er frekari breytinga að vænta í vor þar sem fyrirhugað er að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti. Á sama tíma verður umhverfisráðuneyti breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis ákvað í haust, þegar sameiningar ráðuneyta voru ræddar, að bíða með tvær síðastnefndu breytingarnar þar sem þörf væri á lengra samráðsferli hvað varðar atvinnuvegaráðuneytið. Þó að enn sé óvíst hverjir muni stýra þeim ráðuneytum er ljóst að í það minnsta einn af núverandi ráðherrum mun víkja úr stjórninni. Nema til komi meiriháttar uppstokkun í stjórnarliðinu verða það þau Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem koma til greina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðins hafa stjórnarflokkarnir gert með sér samkomulag um að Samfylkingin fái umhverfis- og auðlindaráðuneyti en Vinstri græn atvinnuvegaráðuneytið. Verði það raunin er Samfylkingarkonan Katrín viss um að halda ráðherrastól og valið mun því standa á milli Jóns og Svandísar, sem bæði í eru í Vinstri grænum. Enn eina vídd má þá finna í þessum efnum og það er kynjahlutfall í hópi ráðherra. Þegar ríkisstjórnin var skipuð í núverandi mynd, með sex körlum og fjórum konum, sagðist forsætisráðherra vonast til þess að sú breyting á ráðuneytum sem hér er til umfjöllunar myndi leiðrétta kynjaskekkju. Verði kvenráðherra tekinn út úr stjórninni mun hins vegar halla enn frekar á konur og er það á skjön við gefin fyrirheit. Samkvæmt þeim rökum er Svandís í betri stöðu en Jón til að halda ráðherrastól nema til komi frekari uppstokkun í ráðherraskipan. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira