Íslenski fjárhundurinn sáluhjálpari í Ameríku 11. febrúar 2010 06:30 Bandaríska fréttastöðin WTVR greindi frá heimsókn Angel og Þorra til Mitchell Gilbert sem er fyrrum hermaður hjá bandaríska hersins. Íslenski fjárhundurinn þykir henta einstaklega vel til að sinna sáluhjálp inná sjúkrahúsum enda sé lundafar hans einstakt. Íslenski fjárhundurinn hefur verið notaður mikið í bæði Bandaríkjunum og Þýskalandi til að fara inná sjúkrahús og elliheimil. Lunderni hans og eðli þykir henta vel til að lyfta upp brúninni á sjúklingum og þeim sem eiga um sárt að binda. Bandaríska fréttastöðin WTVR,CBS 6, greindi frá heimsókn tveggja íslenskra fjárhunda, Angel og Þorrra til bandaríska sprengjusérfræðingsins Mitchell Gilbert á þriðjudag. Gilbert er bundinn við hjólastól og missti annan handlegginn í skelfilegu slysi. Í fréttinni kemur fram að þeir Angel og Þorri hafi báðir fengið þjálfun hjá Rauða Krossinum í Bandaríkjunum og séu því viðurkenndir sem svokallaðir „comfort dogs“ eða umhyggjuhundar. Eigandi hundanna, Jaqueline Muio, segist hafa fengið ábendingu um það á hundaþjálfunarnámskeiði sem hún sótti að lunderni íslenska fjárhundsins hentaði einstaklega vel til að sinna svona verkefnum. Enda heilluðu þeir Angel og Þorri Gilbert alveg uppúr skónum. Brynhildur Inga Einarsdóttir, sem búsett er á Selfossi, hefur um árabil annast þjálfun og ræktun íslenska fjárhundsins og hún segir þetta ekki koma sér óvart. „Nei, þeir hafa verið notaðir mikið í Bandaríkjunum og Þýskalandi til að fara inná sjúkrahús og elliheimil. Hann er í passlegri stærð, er afskaplega vinalegur og nærvera hans hefur róandi áhrif,” útskýrir Brynhildur og bætir því við að erlendir eigendur íslensku hundategundarinnar reyni yfirleitt að finna íslensk nöfn á hundana sína. „Maður hefur rekist á nöfn á borð við Hnerra og Síma,“ segir Brynhildur og bætir því við að margir af þessum hundum séu fluttir út héðan og að allir erlendir ræktendur verði að fara eftir íslenskum stöðlum til að hljóta viðurkenningu. Guðni Ágústsson, formaður deildar íslenska fjárhundsins, tekur undir orð Brynhildar. „Hann er bara svona karakter þessi hundur, hann kemur hlaupandi inn, hefur þennan brosmilda svip og fólk getur ekki annað en heillast af honum,” segir Guðni og bætir því að hér á Íslandi hafi það líka tíðkast að hundahópar heimsæki sjúkrastofnanir og elliheimili. Guðni segir á milli þrjú til fjögur hundruð íslenska fjárhunda með viðurkennda ættbók í Bandaríkjunum og þeim fari sífellt fjölgandi. Fréttainnslagið um íslenska fjárhundinn má nálgast á heimasíðu CBS 6, wtvr.com. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Íslenski fjárhundurinn hefur verið notaður mikið í bæði Bandaríkjunum og Þýskalandi til að fara inná sjúkrahús og elliheimil. Lunderni hans og eðli þykir henta vel til að lyfta upp brúninni á sjúklingum og þeim sem eiga um sárt að binda. Bandaríska fréttastöðin WTVR,CBS 6, greindi frá heimsókn tveggja íslenskra fjárhunda, Angel og Þorrra til bandaríska sprengjusérfræðingsins Mitchell Gilbert á þriðjudag. Gilbert er bundinn við hjólastól og missti annan handlegginn í skelfilegu slysi. Í fréttinni kemur fram að þeir Angel og Þorri hafi báðir fengið þjálfun hjá Rauða Krossinum í Bandaríkjunum og séu því viðurkenndir sem svokallaðir „comfort dogs“ eða umhyggjuhundar. Eigandi hundanna, Jaqueline Muio, segist hafa fengið ábendingu um það á hundaþjálfunarnámskeiði sem hún sótti að lunderni íslenska fjárhundsins hentaði einstaklega vel til að sinna svona verkefnum. Enda heilluðu þeir Angel og Þorri Gilbert alveg uppúr skónum. Brynhildur Inga Einarsdóttir, sem búsett er á Selfossi, hefur um árabil annast þjálfun og ræktun íslenska fjárhundsins og hún segir þetta ekki koma sér óvart. „Nei, þeir hafa verið notaðir mikið í Bandaríkjunum og Þýskalandi til að fara inná sjúkrahús og elliheimil. Hann er í passlegri stærð, er afskaplega vinalegur og nærvera hans hefur róandi áhrif,” útskýrir Brynhildur og bætir því við að erlendir eigendur íslensku hundategundarinnar reyni yfirleitt að finna íslensk nöfn á hundana sína. „Maður hefur rekist á nöfn á borð við Hnerra og Síma,“ segir Brynhildur og bætir því við að margir af þessum hundum séu fluttir út héðan og að allir erlendir ræktendur verði að fara eftir íslenskum stöðlum til að hljóta viðurkenningu. Guðni Ágústsson, formaður deildar íslenska fjárhundsins, tekur undir orð Brynhildar. „Hann er bara svona karakter þessi hundur, hann kemur hlaupandi inn, hefur þennan brosmilda svip og fólk getur ekki annað en heillast af honum,” segir Guðni og bætir því að hér á Íslandi hafi það líka tíðkast að hundahópar heimsæki sjúkrastofnanir og elliheimili. Guðni segir á milli þrjú til fjögur hundruð íslenska fjárhunda með viðurkennda ættbók í Bandaríkjunum og þeim fari sífellt fjölgandi. Fréttainnslagið um íslenska fjárhundinn má nálgast á heimasíðu CBS 6, wtvr.com. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira