Lífið

Myndlist og billjard

Sigurður Örlygsson.
Sigurður Örlygsson.
Í dag kl. 17 opnar Sigurður Örlygsson listmálari sýningu á Gallerý-Bar, sem er til húsa á Hverfisgötu 46.

Sigurður segir salinn risastóran og dýnamískan, en þar sé einnig hægt að spila billjard, taka í skák og fleira. Myndlist og billjard passar vel saman að hans mati. Sigurður segist sýna samtíning, bæði nýjar myndir og gamlar, en öll verkin eiga það þó sameiginlegt að vera mjög stór.

Sigurður er fæddur árið 1946. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýningar jafnt hér á landi sem utan. Hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1971.

Sýningin sem hefst á morgun er sölusýning. Allir eru velkomnir á opnunina, en Sigurður sendi ekki út nein boðskort.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.