Lífið

Megrunarkúrar eru bull

Julia Roberts. MYND/BANG Showbiz
Julia Roberts. MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Eat Pray Love, er slétt sama um megrunarkúra og kílóafjölda.

Julia hefur að eigin sögn aldrei verið með vaxtarlag sitt á heilanum eins og svo margar Hollwyoodstjörnur og hún pælir heldur ekki í því hvernig aðrir eru vaxnir.

„Ég er of gömul fyrir þess háttar bull. Það er svo heimskulegt að velta sér endalaust upp úr því hvað maður er þungur eða hvernig aðrir líta út. Einbeitum okkur frekar að þeim sem líða skort," sagði Julia.

„Ég er heppin að vera tiltölulega grönn en vaxtarlag mitt er alls ekki lykillinn að því sem ég er í dag. Ég hef ekki átt í erfiðleikum með þyngdina, ég veit það vel, en enginn ætti að velta sér upp úr eigin þyngd því það er svo margt annað sem er mikilvægara í lífinu."

Julia á þrjú börn, tvíburana Hazel og Phinnaeus, 5 ára, og Henry, 3 ára, með eiginmanni sínum Daniel Moder. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.