Enski boltinn

Capello tók fyrirliðabandið af John Terry - Rio verður fyrirliði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tjáði John Terry á 12 mínútna fundi þeirra í dag að hann yrði ekki fyrirliði enska landsliðsins áfram.

„Eftir mikla íhugun hef ég tekið þá ákvörðun að það sé best fyrir mig að taka fyrirliðabandið af John Terry," segir í yfirlýsingu frá Capello.

„Sem fyrirliði hefur Terry staðið sig frábærlega. Ég get aftur á móti ekki litið fram hjá öðrum hlutum og ég tek þessa ákvörðun með liðið í huga. Það er best fyrir liðið að hafa þetta svona. Ég lét Terry vita af þessu fyrstan allra."

Capello hefur enn fremur skipað Rio Ferdinand sem nýjan fyrirliða liðsins og Steven Gerrard verður varafyrirliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×