Strandsiglingar eru taldar álitlegur kostur 4. júní 2010 14:48 Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Strandsiglingar eru álitlegur kostur, nægilegir flutningar virðast vera fyrir hendi, þær henta ákveðnum vöruflokkum, áhugi er hjá kaupendum slíkrar þjónustu og flutningsgjöld eru samkeppnishæf við landflutninga. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu starfshóps sem Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði til að meta hagkvæmni strandflutninga við Ísland. Formaður starfshópsins var Thomas Möller og í honum sátu einnig Auður Eyvinds frá Vegagerðinni og Kristján Helgason frá Siglingastofnun. Einnig starfaði Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur í ráðuneytinu, með hópnum. Þá aðstoðuðu nemendur í flutningafræðum við Háskólann í Reykjavík við gagnaöflun og gerð siglingaáætlana, segir í fréttatilkynningu. Í skýrslunni er stutt samantekt úr nokkrum fyrri skýrslum um innanlandsflutninga og settar eru fram áætlanir um flutningsmagn og mögulega viðskiptavini. Þá er sett upp kostnaðaráætlun, fjallað um umhverfisáhrif, skipategundir og stillt upp þremur valkostum um siglingaáætlun: • Kostur 1 gerir ráð fyrir siglingu kringum landið sem tæki fimm daga. • Kostur 2 snýst um siglingu milli Reykjavíkur og Akureyrar viðkomu á Ísafirði. Hugsanlega væri einnig komið við á Sauðárkróki og Patreksfirði og tæki þessi hringur einnig vinnuviku miðað við að skipið hefði helgarbið á Akureyri sem væri heimahöfn þess. • Kostur 3 gerir ráð fyrir áætlun milli Reykjavíkur og Ísafjarðar sem unnt væri að sigla tvisvar í viku. Af þessum kostum telur starfshópurinn kost 2 álitlegastan miðað við flutninga og þjónustu en gert er ráð fyrir að notað verði skip sem tekur 180 til 230 tuttugu feta gámaeiningar. Heildarkostnaður skips og reksturs sem tengist því er ráðgerður 884 milljónir króna. Þá er í skýrslunni bent á að stjórnvöld víða um heim vinni nú að því að færa flutninga af vegum á sjó, fljótabáta og járnbrautir. Bent hefur verið á að raunverulegur samfélagslegur kostnaður við landflutninga sé oft vanmetinn hvað varði slit á vegum, slysahættu, mengun og önnur umhverfisáhrif. Í skýrslunni er einnig bent á möguleg næstu skref sem er að kynna skýrsluna meðal hagsmunaaðila, gera ítarlega rekstraráætlun og að atvinnuþróunarfélögum á landinu verði falið að gera markaðsrannsóknir þar sem metin væri raunveruleg flutningaþörf og áhugi á sjóflutningum, svo og að kanna vilja hafnaryfirvalda til breytinga á gjaldskrám til að efla samkeppnishæfni strandsiglinga. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Strandsiglingar eru álitlegur kostur, nægilegir flutningar virðast vera fyrir hendi, þær henta ákveðnum vöruflokkum, áhugi er hjá kaupendum slíkrar þjónustu og flutningsgjöld eru samkeppnishæf við landflutninga. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu starfshóps sem Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skipaði til að meta hagkvæmni strandflutninga við Ísland. Formaður starfshópsins var Thomas Möller og í honum sátu einnig Auður Eyvinds frá Vegagerðinni og Kristján Helgason frá Siglingastofnun. Einnig starfaði Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur í ráðuneytinu, með hópnum. Þá aðstoðuðu nemendur í flutningafræðum við Háskólann í Reykjavík við gagnaöflun og gerð siglingaáætlana, segir í fréttatilkynningu. Í skýrslunni er stutt samantekt úr nokkrum fyrri skýrslum um innanlandsflutninga og settar eru fram áætlanir um flutningsmagn og mögulega viðskiptavini. Þá er sett upp kostnaðaráætlun, fjallað um umhverfisáhrif, skipategundir og stillt upp þremur valkostum um siglingaáætlun: • Kostur 1 gerir ráð fyrir siglingu kringum landið sem tæki fimm daga. • Kostur 2 snýst um siglingu milli Reykjavíkur og Akureyrar viðkomu á Ísafirði. Hugsanlega væri einnig komið við á Sauðárkróki og Patreksfirði og tæki þessi hringur einnig vinnuviku miðað við að skipið hefði helgarbið á Akureyri sem væri heimahöfn þess. • Kostur 3 gerir ráð fyrir áætlun milli Reykjavíkur og Ísafjarðar sem unnt væri að sigla tvisvar í viku. Af þessum kostum telur starfshópurinn kost 2 álitlegastan miðað við flutninga og þjónustu en gert er ráð fyrir að notað verði skip sem tekur 180 til 230 tuttugu feta gámaeiningar. Heildarkostnaður skips og reksturs sem tengist því er ráðgerður 884 milljónir króna. Þá er í skýrslunni bent á að stjórnvöld víða um heim vinni nú að því að færa flutninga af vegum á sjó, fljótabáta og járnbrautir. Bent hefur verið á að raunverulegur samfélagslegur kostnaður við landflutninga sé oft vanmetinn hvað varði slit á vegum, slysahættu, mengun og önnur umhverfisáhrif. Í skýrslunni er einnig bent á möguleg næstu skref sem er að kynna skýrsluna meðal hagsmunaaðila, gera ítarlega rekstraráætlun og að atvinnuþróunarfélögum á landinu verði falið að gera markaðsrannsóknir þar sem metin væri raunveruleg flutningaþörf og áhugi á sjóflutningum, svo og að kanna vilja hafnaryfirvalda til breytinga á gjaldskrám til að efla samkeppnishæfni strandsiglinga.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira