Innlent

Hvetur menn til að passa upp á dýrin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór Runólfsson hefur hitt bændur í dag vegna gossins.
Halldór Runólfsson hefur hitt bændur í dag vegna gossins.
„Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann hvetur bændur til að fara út á tún með hvíta diska og athuga hvort að aska fellur á þá. Þannig megi átta sig á því hvað sé á seyði.

Þegar gosið á Fimmvörðuhálsi brast á í gær óttuðust menn að gosmökkurinn hefði slæm áhrif á skepnur í nálægð við gosstöðina. Halldór segir að það hafi ekki verið neinn uggur í bændum þegar þeir fóru að átta sig á því að gosið yrði ekki stórt, hvorki flóð né aska.

Halldór hvetur bændur sem geti tekið dýrin sín á hús að gera það. „Svo eru hrossin í hagagöngu og þá þurfa menn kannski að passa sérstaklega upp á drykkjarvatnið," segir Halldór. Varast eigi að láta hrossin drekka úr drykkjarpollum. Þá sé best að gefa hestunum í hagann þannig að þeir þurfi sem minnst að bíta í haganum.

Annars segir Halldór að hlutirnir líti ágætlega út, þar sem ekki sé um að ræða öskugos. Það skipti lika máli að gosið komi á góðum tíma ársins. Nú þegar búfé er almennt ekki mikið úti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×