Innlent

Sitja áfram þrátt fyrir ályktun um vantraust

Aðalfundur lífeyrissjóðs verkfræðinga samþykkti nýlega að skerða greiðslur til lífeyrisþega. Einnig var samþykkt með eins atkvæðis mun vantraust á stjórnarmenn og áskorun til þeirra um að segja af sér.
Aðalfundur lífeyrissjóðs verkfræðinga samþykkti nýlega að skerða greiðslur til lífeyrisþega. Einnig var samþykkt með eins atkvæðis mun vantraust á stjórnarmenn og áskorun til þeirra um að segja af sér.
Stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verkfræðinga ætla ekki að verða við áskorun aðalfundar sjóðsins sem lýsti vantrausti á sex af sjö stjórnarmönnum og skoraði á þá að segja af sér.

Á aðalfundi fyrir tveimur vikum var samþykkt ályktun um að lýsa vantrausti á stjórn sjóðsins síðastliðin starfsár. Skorað var á stjórnarmenn að segja af sér og boða til nýs aðalfundar til að kjósa nýja stjórn.

Stjórnarmenn sjóðsins eru kosnir til þriggja ára í senn. Á aðalfundinum í ár var einn maður kosinn í sjö manna stjórn til þriggja ára. Sá heitir Bjarki Á. Brynjarsson, framkvæmdastjóri fyrir­tækjaráðgjafar hjá Askar Capital, og var hann kosinn formaður á fyrsta fundi eftir aðalfund.

Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins, sagði að enginn stjórnarmaður hefði orðið við áskorun aðalfundar um að segja af sér.

Hins vegar hefur nýja stjórnin boðað til sjóðfélagafundar 21. maí þar sem fjallað verður um afskriftir og og eignasafn sjóðsins og aðgerðir sem gripið var til í tengslum við hrunið. Gerð verður grein fyrir „tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins, endurskoðuðum eigna- og áhættustýringarreglum og framtíðarstefnu nýrrar stjórnar,“ segir á vef sjóðsins. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×