Bygging á nýju fangelsi fær græna ljósið 31. mars 2010 05:00 Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að auk nýrrar fangelsisbyggingar þurfi að bæta við starfsmanna- og móttökueiningum á Litla-Hrauni, þannig að hægt sé að fjölga rýmum þar. fréttablaðið/gva Myndin er frá Litla-Hrauni. „Þetta er ánægjulegur áfangi í fangelsismálum hér á landi," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsisbyggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. Að sögn ráðherra verður leitað til lífeyrissjóða um fjármögnun. Gangi hún eftir muni ríkið eignast húsnæðið að einhverjum tíma liðnum. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi verði þá selt. „Þetta hefur verið í undirbúningi um töluvert skeið," segir Ragna. Hún segir það í höndum fjármálaráðuneytis að kanna möguleika á fjármögnuninni og málið verði unnið áfram í samvinnu þess og dómsmálaráðuneytis. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu fangelsismála hér er mælt með að hafist verði handa við byggingu nýs gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á höfuðborgarsvæðinu þar sem óhagkvæmni og kostnaður fylgi stöðugum flutningum gæsluvarðhaldsfanga að og frá Litla-Hrauni. Að jafnaði séu fjórir fangaverðir bundnir við slíka flutninga á hverjum degi. Þá beinir Ríkisendurskoðun því til heilbrigðisráðuneytis að það feli Landlæknisembættinu að meta þjónustu við fanga með geðræn vandamál og bregðist við í samræmi við niðurstöðurnar. Fyrir hafi komið að þörfum geðveikra fanga sé ekki mætt með viðeigandi hætti og nánast útilokað hafi reynst að fá langtímainnlögn fyrir þá á geðsviði Landspítala. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að fjármagn fylgi lögbundnum verkefnum svo að Fangelsismálastofnun hafi fjárhagslega burði til að sinna þeim með viðunandi hætti. Jafnframt að löggjafinn veiti forstjóra stofnunarinnar umboð til að skipa forstöðumenn fangelsa. Þannig verði til heildstæð stjórnsýslustofnun þar sem vald, umboð og ábyrgð fara saman. Varðandi samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, að bygging gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á höfuðborgarsvæðinu verði mikill áfangi ef og þegar hún gangi eftir. „Þetta er nauðsynlegt fyrsta skref," bætir hann við. „Auk þessa þarf að bæta við starfsmanna- og móttökueiningu á Litla-Hrauni, þannig að hægt sé að fjölga rýmum þar." jss@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Þetta er ánægjulegur áfangi í fangelsismálum hér á landi," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsisbyggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. Að sögn ráðherra verður leitað til lífeyrissjóða um fjármögnun. Gangi hún eftir muni ríkið eignast húsnæðið að einhverjum tíma liðnum. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og fangelsið í Kópavogi verði þá selt. „Þetta hefur verið í undirbúningi um töluvert skeið," segir Ragna. Hún segir það í höndum fjármálaráðuneytis að kanna möguleika á fjármögnuninni og málið verði unnið áfram í samvinnu þess og dómsmálaráðuneytis. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu fangelsismála hér er mælt með að hafist verði handa við byggingu nýs gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á höfuðborgarsvæðinu þar sem óhagkvæmni og kostnaður fylgi stöðugum flutningum gæsluvarðhaldsfanga að og frá Litla-Hrauni. Að jafnaði séu fjórir fangaverðir bundnir við slíka flutninga á hverjum degi. Þá beinir Ríkisendurskoðun því til heilbrigðisráðuneytis að það feli Landlæknisembættinu að meta þjónustu við fanga með geðræn vandamál og bregðist við í samræmi við niðurstöðurnar. Fyrir hafi komið að þörfum geðveikra fanga sé ekki mætt með viðeigandi hætti og nánast útilokað hafi reynst að fá langtímainnlögn fyrir þá á geðsviði Landspítala. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að fjármagn fylgi lögbundnum verkefnum svo að Fangelsismálastofnun hafi fjárhagslega burði til að sinna þeim með viðunandi hætti. Jafnframt að löggjafinn veiti forstjóra stofnunarinnar umboð til að skipa forstöðumenn fangelsa. Þannig verði til heildstæð stjórnsýslustofnun þar sem vald, umboð og ábyrgð fara saman. Varðandi samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, að bygging gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á höfuðborgarsvæðinu verði mikill áfangi ef og þegar hún gangi eftir. „Þetta er nauðsynlegt fyrsta skref," bætir hann við. „Auk þessa þarf að bæta við starfsmanna- og móttökueiningu á Litla-Hrauni, þannig að hægt sé að fjölga rýmum þar." jss@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira