Afstaða rektors kom mönnum í opna skjöldu Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2010 16:27 Andrés Magnússon, formaður stjórnar Háskólans á Bifröst. Mynd/Pjetur Afstaða Magnúsar Árna Magnússonar, rektors Háskólans á Bifröst, um að slíta eigi viðræðum um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík, kom stjórnarformönnum skólanna í opna skjöldu. Viðræðum um mögulega sameiningu verður haldið áfram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Andrési Magnússyni, formanni stjórnar Háskólans á Bifröst, og Finn Oddssyni, formanni háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa átt í sameiningarviðræðum í undanfarna mánuði. Í fréttum RÚV um málið í fyrradag kom fram að á meðal þess sem þessar viðræður hafa skilað er að til greina kemur að við sameinguna verði nánast öll háskólakennsla flutt frá Bifröst og til Reykjavíkur. Þetta gagnrýndi Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagðist ekki ætla að verða rektorinn sem myndi leggja niður háskólastarf á Bifröst. Þá kom fram í máli hans að hann vildi að skólinn drægi sig út úr sameiningarviðræðum. Andrés og Finnur segja að ekki standi til að leggja niður alla háskólastarfsemi á Bifröst. „Hið rétta er að stefnt hefur verið að því að sameina kennslu á ákveðnum námsbrautum í húsnæði Háskólans í Reykjavík, en efla á Bifröst starfsemi eins og hagnýta þjálfun, styttri námsbrautir, frumgreinanám, námslotur í háskólanámi, stjórnendanám, endurmenntun og sumarskóla. Í þessu fælust ennfremur ýmis tækifæri til samstarfs við aðra háskóla og menntastofnanir." Í yfirlýsingu þeirra segir ennfremur: „Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst hefur tekið fullan þátt í þessu viðræðum og talað fyrir þeim, nú síðast á fundum með starfsfólki og nemendum skólans í síðustu viku. Því hefur sú breytta afstaða hans sem fram hefur komið um helgina, að hætta beri þessu viðræðum, komið okkur í opna skjöldu." Tengdar fréttir Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. 7. nóvember 2010 14:22 Fjandsamleg yfirtaka á Háskólanum á Bifröst Magnús Árni Magnússon segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík. 6. nóvember 2010 19:40 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Afstaða Magnúsar Árna Magnússonar, rektors Háskólans á Bifröst, um að slíta eigi viðræðum um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík, kom stjórnarformönnum skólanna í opna skjöldu. Viðræðum um mögulega sameiningu verður haldið áfram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Andrési Magnússyni, formanni stjórnar Háskólans á Bifröst, og Finn Oddssyni, formanni háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa átt í sameiningarviðræðum í undanfarna mánuði. Í fréttum RÚV um málið í fyrradag kom fram að á meðal þess sem þessar viðræður hafa skilað er að til greina kemur að við sameinguna verði nánast öll háskólakennsla flutt frá Bifröst og til Reykjavíkur. Þetta gagnrýndi Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann sagðist ekki ætla að verða rektorinn sem myndi leggja niður háskólastarf á Bifröst. Þá kom fram í máli hans að hann vildi að skólinn drægi sig út úr sameiningarviðræðum. Andrés og Finnur segja að ekki standi til að leggja niður alla háskólastarfsemi á Bifröst. „Hið rétta er að stefnt hefur verið að því að sameina kennslu á ákveðnum námsbrautum í húsnæði Háskólans í Reykjavík, en efla á Bifröst starfsemi eins og hagnýta þjálfun, styttri námsbrautir, frumgreinanám, námslotur í háskólanámi, stjórnendanám, endurmenntun og sumarskóla. Í þessu fælust ennfremur ýmis tækifæri til samstarfs við aðra háskóla og menntastofnanir." Í yfirlýsingu þeirra segir ennfremur: „Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst hefur tekið fullan þátt í þessu viðræðum og talað fyrir þeim, nú síðast á fundum með starfsfólki og nemendum skólans í síðustu viku. Því hefur sú breytta afstaða hans sem fram hefur komið um helgina, að hætta beri þessu viðræðum, komið okkur í opna skjöldu."
Tengdar fréttir Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. 7. nóvember 2010 14:22 Fjandsamleg yfirtaka á Háskólanum á Bifröst Magnús Árni Magnússon segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík. 6. nóvember 2010 19:40 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. 7. nóvember 2010 14:22
Fjandsamleg yfirtaka á Háskólanum á Bifröst Magnús Árni Magnússon segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík. 6. nóvember 2010 19:40