Þingmenn eignist ketti Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2010 21:39 Sigríður Heiðberg vill banna lausagöngu katta. Mynd/ GVA. Sigríður Heiðberg, sem sér um Kattholt, segir það vera erfitt að smala köttum. „Ég held að það sé nú hálferfitt. Þeir eru það sjálfstæðir að þeir láta ekki smala sér neitt," sagði Sigríður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær að engin ríkisstjórn héldi það út til lengdar að búa við óvissan og ótraustan meirihluta í stórum og erfiðum málum. Það væri eins og að smala köttum. Sigríður Heiðberg sagði að sér hafi fundist gaman að myndlíkingunni. „Ég hef nú alltaf gaman að því þegar minnst er á ketti. Mér finnst bara gaman að þessu," sagði Sigríður. Jafnframt sagði hún að hún myndi taka þingmönnum vel ef þeir væru kettir. „Já, ég myndi taka þeim vel," sagði Sigríður. Hún sagðist jafnframt vona að allir þingmenn væru með ketti. „Og ef ekki þá gætu þeir komið til mín," sagði Sigríður. Vill banna lausagöngu katta En aðspurð út í alvarlegri mál varðandi ketti, sagðist Sigríður Heiðberg vilja banna lausagöngu þeirra. „Við verðum að virða fólk sem vill ekki ketti inn til sína eða í görðum," sagði Sigríður Heiðberg. Hún segist þó ekki hafa nefnt þetta mál við borgaryfirvöld. Hún telur að þau myndu ekki þora að setja á slíkt bann. „Þeir fá það marga upp á móti sér. Ég held að þeir myndu aldrei þora að fara út í þetta," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að hátíðisdagar væru erfiðir fyrir ketti eins og mörg önnur gæludýr. Fólk kastaði þeim þá út á guð og gaddinn. Fólk fengi ef til vill vini og vandamenn til að gefa köttunum í fjarvistum sínum en vinirnir gleymdu loforðunum. Þá fara kettirnir bara út. „Það þarf að láta þá á hótel eða fá einhvern til að flytja inn til kattanna," sagði Sigríður. Hún sagði þó að fjölmargir hefðu pantað pláss fyrir kettina sína í Kattholti fyrir páskana. Það væru því vissulega fjölmörg dæmi um ábyrga kattareigendur. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Sigríður Heiðberg, sem sér um Kattholt, segir það vera erfitt að smala köttum. „Ég held að það sé nú hálferfitt. Þeir eru það sjálfstæðir að þeir láta ekki smala sér neitt," sagði Sigríður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær að engin ríkisstjórn héldi það út til lengdar að búa við óvissan og ótraustan meirihluta í stórum og erfiðum málum. Það væri eins og að smala köttum. Sigríður Heiðberg sagði að sér hafi fundist gaman að myndlíkingunni. „Ég hef nú alltaf gaman að því þegar minnst er á ketti. Mér finnst bara gaman að þessu," sagði Sigríður. Jafnframt sagði hún að hún myndi taka þingmönnum vel ef þeir væru kettir. „Já, ég myndi taka þeim vel," sagði Sigríður. Hún sagðist jafnframt vona að allir þingmenn væru með ketti. „Og ef ekki þá gætu þeir komið til mín," sagði Sigríður. Vill banna lausagöngu katta En aðspurð út í alvarlegri mál varðandi ketti, sagðist Sigríður Heiðberg vilja banna lausagöngu þeirra. „Við verðum að virða fólk sem vill ekki ketti inn til sína eða í görðum," sagði Sigríður Heiðberg. Hún segist þó ekki hafa nefnt þetta mál við borgaryfirvöld. Hún telur að þau myndu ekki þora að setja á slíkt bann. „Þeir fá það marga upp á móti sér. Ég held að þeir myndu aldrei þora að fara út í þetta," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að hátíðisdagar væru erfiðir fyrir ketti eins og mörg önnur gæludýr. Fólk kastaði þeim þá út á guð og gaddinn. Fólk fengi ef til vill vini og vandamenn til að gefa köttunum í fjarvistum sínum en vinirnir gleymdu loforðunum. Þá fara kettirnir bara út. „Það þarf að láta þá á hótel eða fá einhvern til að flytja inn til kattanna," sagði Sigríður. Hún sagði þó að fjölmargir hefðu pantað pláss fyrir kettina sína í Kattholti fyrir páskana. Það væru því vissulega fjölmörg dæmi um ábyrga kattareigendur.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira