Óeirðaseggir gætu skaðað málstaðinn 12. nóvember 2010 06:00 Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistarnemi, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælunum, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir vina hennar hafi verið í hópi þeirra 50.000 mótmælenda sem gagnrýndu fyrirhugaða hækkun námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skapaði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nærliggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækjum og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþotum. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemningin meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið neikvæðara. „Þannig að það eru margir ósáttir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endurtekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistarnemi, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælunum, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir vina hennar hafi verið í hópi þeirra 50.000 mótmælenda sem gagnrýndu fyrirhugaða hækkun námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skapaði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nærliggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækjum og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþotum. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemningin meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið neikvæðara. „Þannig að það eru margir ósáttir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endurtekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira