Innlent

Þjóðfundir um sóknarfæri

Í norræna húsinu Margir ráðherrar sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sóknaráætlunarinnar í Norræna húsinu í gær. Hér talar Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/GVA
Í norræna húsinu Margir ráðherrar sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sóknaráætlunarinnar í Norræna húsinu í gær. Hér talar Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/GVA

Stýrihópur sóknaráætlunar 20/20, á vegum ríkisstjórnarinnar, ætlar að halda átta þjóðfundi víða um landið fram að vori. Markmiðið er að „ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag“, eins og segir í tilkynningu.

Þetta skili þjóðinni til móts við bjartari, betri tíma.

Átta fundi, með líku sniði og þjóðfundurinn, sem haldinn var í Laugardalshöll, skal halda í öllum landshlutum á laugardögum milli 30. janúar og 20. mars.

Heimamenn verða kallaðir til, eftir úrtaki úr þjóðskrá, og hitta sérfræðinga og fulltrúa hagsmunasamtaka. Gert er ráð fyrir að tveir til þrír ráðherrar verði að jafnaði á hverjum fundi, ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×