Innlent

Hvetur launþega til að sækja rétt sinn

Sigurður Bessason.
Sigurður Bessason. MYND/GVA

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að ótti launþega um að sækja sín réttindi sé ekki eingöngu bundinn við hinn almenna vinnumarkað. Niðurskurðarkrafan í opinbera geiranum hafi valdið því að kjarasamningsbundnum réttindum launþega hafi í sumum tilvikum verið vikið til hliðar.

Ástandið á vinnumarkaði hefur slæmt allt frá hruni. Atvinnuleysi mældist sjö komma eitt prósent í síðasta mánuði og búist er við því að atvinnulausum muni fjölga í vetur.

Ástandið er þegar byrjað að grafa undan réttindum launþega eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö í gær.

Fjölmörg dæmi eru um að fólk þori ekki að nýta sér kjarasamningsbundin réttindi af ótta við að missa vinnuna. Guðmundur Gunnarsson, formaður rafiðnaðarsambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þetta ástand sé búið að vera viðvarandi frá hruni og fari versnandi.

Sigurður Bessason, er formaður Eflingar og hann segir að auðvitað tengist þetta stöðunni sem sé í samfélaginu í dag. Það hafi alltaf fylgt þegar þrengt hafi að. Hann segir að þetta ekki eingöngu bundið við hinn almenna vinnumarkað og hvetur þá launþega sem telja á sér brotið að hafa samband við sitt stéttarfélag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×