Óeirðaseggir gætu skaðað málstaðinn 12. nóvember 2010 06:00 Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistarnemi, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælunum, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir vina hennar hafi verið í hópi þeirra 50.000 mótmælenda sem gagnrýndu fyrirhugaða hækkun námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skapaði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nærliggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækjum og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþotum. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemningin meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið neikvæðara. „Þannig að það eru margir ósáttir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endurtekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistarnemi, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælunum, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir vina hennar hafi verið í hópi þeirra 50.000 mótmælenda sem gagnrýndu fyrirhugaða hækkun námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skapaði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nærliggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækjum og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþotum. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemningin meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið neikvæðara. „Þannig að það eru margir ósáttir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endurtekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira