Segir lífeyrissjóðina fegra kostnaðartölur 17. nóvember 2010 06:00 Nú er starfandi 31 lífeyrissjóður. Landsmenn greiða þó ekki í þá alla, sumir taka ekki við nýjum sjóðfélögum og munu því leggjast af á næstu árum.fréttablaðið/Vilhelm Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslukostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrarkostnaður allra íslensku lífeyrissjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. Þessu mótmælir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, harðlega. Hann segir rekstrarkostnaðinn um 3,8 milljarða króna, reiknaðan með sömu aðferðum og í Danmörku. „Ég er sannfærður um að það er hægt að hagræða gríðarlega í lífeyrissjóðakerfinu,“ segir Ragnar. Hann vill að lífeyrissjóðum verði fækkað verulega og að sjóðsfélagar fái að kjósa stjórnarmenn. Ragnar hefur birt útreikninga á rekstrarkostnaði lífeyrissjóðanna á vefsíðu sinni. Þar leggur hann saman rekstrarkostnað sex stærstu lífeyrissjóðanna út frá ársreikningum sjóðanna í fyrra. Út frá því hefur hann áætlað að uppgefinn rekstrarkostnaður allra sjóðanna sé um 3,3 milljarðar króna á ári. Þetta er þó aðeins hluti raunverulegs rekstrarkostnaðar sjóðanna, segir Ragnar. Með réttu ætti að bæta við þetta erlendum fjárfestingargjöldum, sem er kostnaður vegna verðbréfamiðlara sem sýsla með erlend verðbréf sjóðanna. Ragnar segir að sá kostnaður hafi að lágmarki verið um fimm milljarðar króna í fyrra. Landssamband lífeyrissjóða hefur bent á að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna sé lágur í samanburði við kostnað við lífeyriskerfin í öðrum ríkjum OECD, þegar miðað sé við kostnað sem hlutfall af heildareignum. Ragnar segir þetta ekki alls kostar rétt. Á vefsíðu sinni bendir hann á að sé kostnaður við fjárfestingar erlendis talinn með sé kostnaðurinn töluvert langt frá því að vera lægstur innan ríkja OECD, „nema þau beiti sambærilegum brellum til að fegra kostnað við kerfið“. Hrafn hafnar því alfarið að brellum sé beitt. Kostnaður við fjárfestingar erlendis sé dreginn af tekjunum eins og alltaf hafi verið gert. Hann segist aðspurður ekki hafa upplýsingar um hversu mikill sá kostnaður sé. Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða var rétt um 0,2 prósent af heildartekjum sjóðanna í fyrra og hefur verið óbreyttur undanfarin ár, segir Hrafn. Eignirnar í fyrra voru um 1.830 milljarðar en rekstrarkostnaður 3,8 milljarðar. Hann bendir á að sérfræðingar OECD kjósi að nota þetta hlutfall sem mælikvarða á lífeyrissjóðina, ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir. brjann@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslukostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrarkostnaður allra íslensku lífeyrissjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. Þessu mótmælir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, harðlega. Hann segir rekstrarkostnaðinn um 3,8 milljarða króna, reiknaðan með sömu aðferðum og í Danmörku. „Ég er sannfærður um að það er hægt að hagræða gríðarlega í lífeyrissjóðakerfinu,“ segir Ragnar. Hann vill að lífeyrissjóðum verði fækkað verulega og að sjóðsfélagar fái að kjósa stjórnarmenn. Ragnar hefur birt útreikninga á rekstrarkostnaði lífeyrissjóðanna á vefsíðu sinni. Þar leggur hann saman rekstrarkostnað sex stærstu lífeyrissjóðanna út frá ársreikningum sjóðanna í fyrra. Út frá því hefur hann áætlað að uppgefinn rekstrarkostnaður allra sjóðanna sé um 3,3 milljarðar króna á ári. Þetta er þó aðeins hluti raunverulegs rekstrarkostnaðar sjóðanna, segir Ragnar. Með réttu ætti að bæta við þetta erlendum fjárfestingargjöldum, sem er kostnaður vegna verðbréfamiðlara sem sýsla með erlend verðbréf sjóðanna. Ragnar segir að sá kostnaður hafi að lágmarki verið um fimm milljarðar króna í fyrra. Landssamband lífeyrissjóða hefur bent á að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna sé lágur í samanburði við kostnað við lífeyriskerfin í öðrum ríkjum OECD, þegar miðað sé við kostnað sem hlutfall af heildareignum. Ragnar segir þetta ekki alls kostar rétt. Á vefsíðu sinni bendir hann á að sé kostnaður við fjárfestingar erlendis talinn með sé kostnaðurinn töluvert langt frá því að vera lægstur innan ríkja OECD, „nema þau beiti sambærilegum brellum til að fegra kostnað við kerfið“. Hrafn hafnar því alfarið að brellum sé beitt. Kostnaður við fjárfestingar erlendis sé dreginn af tekjunum eins og alltaf hafi verið gert. Hann segist aðspurður ekki hafa upplýsingar um hversu mikill sá kostnaður sé. Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða var rétt um 0,2 prósent af heildartekjum sjóðanna í fyrra og hefur verið óbreyttur undanfarin ár, segir Hrafn. Eignirnar í fyrra voru um 1.830 milljarðar en rekstrarkostnaður 3,8 milljarðar. Hann bendir á að sérfræðingar OECD kjósi að nota þetta hlutfall sem mælikvarða á lífeyrissjóðina, ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira